Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Lýður Árnason skrifar 1. september 2015 07:00 Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun