Hróp á hjálp Finnur Guðmundarson Olguson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Grundvallargalli á fulltrúalýðræði eins og því sem við búum við á Íslandi er að fólk sem á erfitt með að orða hagsmuni sína og ýta á um að þarfir þess séu teknar alvarlega hverfur hreinlega í umræðunni. Jaðarsett fólk í vímuefnaneyslu og jaðarsettir heimilislausir eru slíkir hópar, jafnfjölbreyttir og þeir eru fjölmennir, en nánast ófærir um að skipuleggja sig pólitískt og berjast fyrir lífsgæðum sem lánsamari borgarar virðast hafa gert með sér einhvers konar þögult samkomulag um að þeir eigi hreinlega ekki skilin. Skeytingarleysið gagnvart fólki sem af ýmsum ástæðum á erfitt með að sækja vinnu, borga leigu og almennt falla inn í hinn þrönga ramma hins „eðlilega“ er svo algjört að furðu sætir. Einn viðkvæmasti hópurinn samanstendur af jaðarsettu fólki í vímuefnaneyslu sem ofan á það glímir við geðraskanir af ýmsum toga og er í sumum tilvikum heimilislaust. Hópurinn er ekki svo óyfirstíganlega stór að það sé óvinnandi verk að koma til móts við þarfir hans. Hins vegar eru sértæk úrræði, eins og nauðsynleg eru til að auka lífsgæði einstaklinga innan þessa hóps, í eðli sínu dýr og þurfa að vera framkvæmd af metnaði. Öllu ætti að vera til kostað í borg sem stærir sig af áherslu á mannréttindi, alla vega á tyllidögum. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar þetta er skrifað rekur Reykjavíkurborg tvo búsetukjarna fyrir fólk með geðrænan vanda og í vímuefnaneyslu, annan fyrir konur og hinn fyrir karla, með einungis átta rýmum fyrir karlana. Ekkert kemur fram á heimasíðu Reykjavíkurborgar um fjölda rýma fyrir konurnar og sú sem ég talaði við hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fann hreinlega engar upplýsingar um slíkt úrræði hjá þeim, þrátt fyrir að vera öll af vilja gerð. Þetta óásættanlega litla umfang félagsþjónustu fyrir jaðarsett fólk og litlu meira upplýsingaflæði henni tengt virðist vera dæmigert fyrir Reykjavíkurborg. Gistiskýlið er neyðarnæturskýli, einungis fyrir karlmenn, hefur 20 rými og er lokað frá 10:00–17:00. Það er rekið af kristilegu samtökunum Samhjálp, sem reka einnig Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni, hvort tveggja samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Konukot er samstarfsverkefni Rauða krossins og borgarinnar. Sú heilsugæsla sem rekin hefur verið gagngert til að koma til móts við jaðarsetta hefur iðulega verið rekin af sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum eða úr röðum hjúkrunarnema, með góðum árangri en af takmörkuðum efnum.Allt í nafni hagræðingar Í ljósi þessarar tilhneigingar borgarinnar til að skerða þjónustu eða útvista henni til hjálparstofnana, allt í nafni hagræðingar, er kannski við hæfi að spyrja: Er velferðarsvið borgarinnar að gera eitthvað? Jú, vissulega rekur það þrjú stöðugildi „Borgarvarða“, hverra hlutverk virðist fyrst og fremst vera að koma í veg fyrir að „fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma [valdi] öðrum ónæði“ (reykjavik.is/thjonusta/borgarverdir). Jaðarsett heimilislaust fólk á ekki að þurfa að treysta á góðvild, orku og tíma náungans, þó að vissulega sé slíkt líka mikils metið. Það á heldur ekki að þurfa að treysta á trúarleg samtök. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar þurfa einfaldlega að gyrða sig í brók, slá öðru á frest, takast á við verkefnið af metnaði og linna ekki látum þar til allir fá þak yfir höfuðið og aðgang að lágmarksheilsugæslu þegar þeir þurfa hana, ekki þremur vikum seinna. Hvernig stendur á því að knattspyrnumaður getur kveikt raunverulega umræðu um þjóðarleikvang í Laugardalnum með einum skilaboðum á Facebook-síðu borgarstjóra, en á sama tíma hefur enginn áhuga á að taka slaginn fyrir fólk sem á hvergi höfði sínu að að halla? Jaðarsettir hafa ekki hátt á samfélagsmiðlum, en það að hundsa þá kerfisbundið er jafn siðlaust fyrir því. Mér er nákvæmlega sama frá hvaða stjórnmálaflokki frumkvæðið kemur og nánast sama hvaðan peningarnir koma. Gerum vel og gerum það núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grundvallargalli á fulltrúalýðræði eins og því sem við búum við á Íslandi er að fólk sem á erfitt með að orða hagsmuni sína og ýta á um að þarfir þess séu teknar alvarlega hverfur hreinlega í umræðunni. Jaðarsett fólk í vímuefnaneyslu og jaðarsettir heimilislausir eru slíkir hópar, jafnfjölbreyttir og þeir eru fjölmennir, en nánast ófærir um að skipuleggja sig pólitískt og berjast fyrir lífsgæðum sem lánsamari borgarar virðast hafa gert með sér einhvers konar þögult samkomulag um að þeir eigi hreinlega ekki skilin. Skeytingarleysið gagnvart fólki sem af ýmsum ástæðum á erfitt með að sækja vinnu, borga leigu og almennt falla inn í hinn þrönga ramma hins „eðlilega“ er svo algjört að furðu sætir. Einn viðkvæmasti hópurinn samanstendur af jaðarsettu fólki í vímuefnaneyslu sem ofan á það glímir við geðraskanir af ýmsum toga og er í sumum tilvikum heimilislaust. Hópurinn er ekki svo óyfirstíganlega stór að það sé óvinnandi verk að koma til móts við þarfir hans. Hins vegar eru sértæk úrræði, eins og nauðsynleg eru til að auka lífsgæði einstaklinga innan þessa hóps, í eðli sínu dýr og þurfa að vera framkvæmd af metnaði. Öllu ætti að vera til kostað í borg sem stærir sig af áherslu á mannréttindi, alla vega á tyllidögum. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar þetta er skrifað rekur Reykjavíkurborg tvo búsetukjarna fyrir fólk með geðrænan vanda og í vímuefnaneyslu, annan fyrir konur og hinn fyrir karla, með einungis átta rýmum fyrir karlana. Ekkert kemur fram á heimasíðu Reykjavíkurborgar um fjölda rýma fyrir konurnar og sú sem ég talaði við hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða fann hreinlega engar upplýsingar um slíkt úrræði hjá þeim, þrátt fyrir að vera öll af vilja gerð. Þetta óásættanlega litla umfang félagsþjónustu fyrir jaðarsett fólk og litlu meira upplýsingaflæði henni tengt virðist vera dæmigert fyrir Reykjavíkurborg. Gistiskýlið er neyðarnæturskýli, einungis fyrir karlmenn, hefur 20 rými og er lokað frá 10:00–17:00. Það er rekið af kristilegu samtökunum Samhjálp, sem reka einnig Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni, hvort tveggja samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Konukot er samstarfsverkefni Rauða krossins og borgarinnar. Sú heilsugæsla sem rekin hefur verið gagngert til að koma til móts við jaðarsetta hefur iðulega verið rekin af sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum eða úr röðum hjúkrunarnema, með góðum árangri en af takmörkuðum efnum.Allt í nafni hagræðingar Í ljósi þessarar tilhneigingar borgarinnar til að skerða þjónustu eða útvista henni til hjálparstofnana, allt í nafni hagræðingar, er kannski við hæfi að spyrja: Er velferðarsvið borgarinnar að gera eitthvað? Jú, vissulega rekur það þrjú stöðugildi „Borgarvarða“, hverra hlutverk virðist fyrst og fremst vera að koma í veg fyrir að „fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefnafíknar og/eða geðsjúkdóma [valdi] öðrum ónæði“ (reykjavik.is/thjonusta/borgarverdir). Jaðarsett heimilislaust fólk á ekki að þurfa að treysta á góðvild, orku og tíma náungans, þó að vissulega sé slíkt líka mikils metið. Það á heldur ekki að þurfa að treysta á trúarleg samtök. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar þurfa einfaldlega að gyrða sig í brók, slá öðru á frest, takast á við verkefnið af metnaði og linna ekki látum þar til allir fá þak yfir höfuðið og aðgang að lágmarksheilsugæslu þegar þeir þurfa hana, ekki þremur vikum seinna. Hvernig stendur á því að knattspyrnumaður getur kveikt raunverulega umræðu um þjóðarleikvang í Laugardalnum með einum skilaboðum á Facebook-síðu borgarstjóra, en á sama tíma hefur enginn áhuga á að taka slaginn fyrir fólk sem á hvergi höfði sínu að að halla? Jaðarsettir hafa ekki hátt á samfélagsmiðlum, en það að hundsa þá kerfisbundið er jafn siðlaust fyrir því. Mér er nákvæmlega sama frá hvaða stjórnmálaflokki frumkvæðið kemur og nánast sama hvaðan peningarnir koma. Gerum vel og gerum það núna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun