Völd – og tengsl Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 29. nóvember 2015 09:00 Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun