Er í lagi að leyfa allar bardagaíþróttir? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar