Andy Sullivan efstur í Dubai | McIlroy ekki langt undan 20. nóvember 2015 17:30 Rory slær inn á 18. holu á öðrum hring í nótt. Getty Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira