Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni Orri Vésteinsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóðarinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmdaaðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjargötu hafa legið þar óáreittar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær.Fornleifar Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræðiÞað hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverjum hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur viljað brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjarlægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta langeldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðarhluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekkingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar fornleifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skálans norðan við lóðarmörkin.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar