Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám.
Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna.
Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni.
Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt.
Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð.

Glötum ekki niður tónlistarnáminu!
Skoðun

Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi
Eva Einarsdóttir skrifar

Með lögum skal land byggja en ekki með ólögum eyða
Askur Hrafn Hannesson,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar

Delluathvarf Stefáns
Konráð S. Guðjónsson skrifar

Farsæld til framtíðar
Bóas Hallgrímsson skrifar

Vg leggur smábátasjómenn á höggstokkinn!
Inga Sæland skrifar

Aðför að réttindum launþega
Birgir Dýrfjörð skrifar

Nýjasta trendið er draugur fortíðar
Sigmar Guðmundsson skrifar

Grasrót gegn útlendingafrumvarpi
Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar

Jafnréttisbarátta í 116 ár
Tatjana Latinovic skrifar

Mennska er máttur - í heilbrigðiskerfinu
Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Íslenskt rafeldsneyti í eigu þjóðarinnar
Stefán Vagn Stefánsson skrifar

Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Framfarir í þágu þolenda ofbeldis
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar