Er fækkun námsmanna erlendis hluti af stefnu íslenskra stjórnvalda? Dagur Skírnir Óðinsson og Þórður Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis?
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar