Viðskipti innlent

230 milljarða viðsnúningur á 5 árum

Svavar Hávarðsson skrifar
HB Grandi fer langt með að endurnýja sinn skipaflota allan á næstu árum. Í nýrri greiningu segir að gera megi ráð fyrir endurnýjun hjá stórum sjávarútvegsfyrirtækjum á komandi árum.
HB Grandi fer langt með að endurnýja sinn skipaflota allan á næstu árum. Í nýrri greiningu segir að gera megi ráð fyrir endurnýjun hjá stórum sjávarútvegsfyrirtækjum á komandi árum. vísir/stefán
Eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækja fór úr því að vera neikvæð um 80 milljarða króna í árslok 2008 í að vera jákvæð um 107 milljarða króna í árslok 2012 og 150 milljarða króna í árslok 2013.

Þetta kemur meðal annars fram í nýrri greiningu Sjávarklasans á Íslandi um efnahagsleg umsvif og afkomu sjávarklasans á Íslandi.

Þar segir að þetta fjárhagslega svigrúm sé ein helsta ástæða þess að nýfjárfestingar hafa tekið við sér á allra síðstu árum, þótt fleira komi þar til.

Nýfjárfestingar koma ekki síst fram í endurnýjun fiskiskipaflotans. Alls hefur verið tilkynnt um nýsmíði 12 fiskiskipa sem væntanleg eru til landsins á árunum 2015 til 2017, en samanlögð fjárfesting í þessum skipum nemur minnst 35 milljörðum króna. Um er að ræða níu ísfisktogara, einn frystitogara og tvö uppsjávarskip. Fimm skipanna eru á vegum HB Granda og þrjú á vegum Samherja og ÚA en FISK Seafood, Rammi, Hraðfrystihúsið-Gunnvör og Vinnslustöðin eru með eitt skip í smíðum hvert.

„Tilkoma svo margra nýrra skipa mun hafa markverð áhrif á íslenskan sjávarútveg, jafnt til kostnaðarlækkunar og verðmætaaukningar. Nýju skipin eru tæknilega fullkomnari og afkastameiri en þau gömlu og í mörgum tilfellum kemur eitt nýtt skip í stað tveggja eldri,“ segir í greiningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×