Viðskipti innlent

Hagnaður Frumherja 10 prósent af veltu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frumherji er stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði bílaskoðunar.
Frumherji er stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði bílaskoðunar. vísir/gva
Frumherja á árinu 2014 nam 147 milljónum króna. Eignir félagsins nema 2,3 milljörðum króna og er bókfært eigið fé 1,5 milljarðar króna. Frumherji er fyrirtæki í eigu Íslandsbanka en gert er ráð fyrir því að fyrirtækið verði auglýst til sölu fyrir lok mánaðarins. Tekjur Frumherja námu 1,47 milljörðum á árinu 2014 en voru 1,46 milljarðar á árinu áður.

Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, og fleiri fjárfestar keyptu Frumherja í gegnum eignarhaldsfélagið Bil. Fjárhagsstaða fyrirtækisins varð erfið eftir bankahrunið og Íslandsbanki tók yfir 80 prósenta eignarhlut í gegnum félagið Fergin, eftir fjárhagslega endurskipulagningu sem lauk snemma árs 2014. Ásgeir Baldurs stjórnarformaður fyrirtækisins, og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri áttu svo 20 prósent á móti þeim. Í lok 2014 hafði Íslandsbanki tekið yfir allan hlutinn.

Frumherji er stærsta fyrirtækið á markaðnum á sviði bílaskoðunar en veitir jafnframt fjölbreyttari þjónustu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×