Viðskipti innlent

Einhugur um vaxtahækkunina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.
Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd studdu tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. vísir/gva
Allir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands studdu tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig á síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans.

Vaxtaákvörðunin kom hins vegar mörgum á óvart og viðbrögð á skuldabréfamarkaði urðu mikil. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem var gerð opinber í gær, segir að fundarmönnum hafi þótt hvort tveggja koma til greina. Að halda vöxtum óbreyttum og að hækka þá. Í ljósi skilaboða sem höfðu áður verið gefin um þörf á áframhaldandi herðingu taumhalds töldu sumir þó að óbreyttir vextir í of langan tíma gætu sent röng skilaboð um mat nefndarinnar fyrir aukið aðhald til lengri tíma litið.

Í fundargerðinni kemur líka fram að fjárlaganefnd hafi rætt horfur í ríkisfjármálum. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár geri ráð fyrir auknum slaka í ríkisfjármálum. Nefndarmenn voru sammála um að nokkur hætta væri á að aðhald ríkisfjármála yrði jafnvel minna en gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×