Viðskipti innlent

Aukin sala svínakjöts þrátt fyrir fréttir af illum aðbúnaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðustu þrjá mánuði hefur aukningin verið 21,6 prósent
Síðustu þrjá mánuði hefur aukningin verið 21,6 prósent Vísir/Auðunn
Sala svínakjöts jókst um 27,9 prósent í október miðað við sama mánuðinn í fyrra. Síðustu þrjá mánuði hefur aukningin verið 21,6 prósent. Þetta er þrátt fyrir fréttir um slæman aðbúnað svína í búum. Um er að ræða sölu á íslensku svínakjöti.

Þetta kemur fram í nýjum yfirlitstölum Búnaðarstofu hjá Bændasamtökum Íslands og fjallað er um í Bændablaðinu sem kom út í dag. Þar segir að alls hafi verið framleidd tæplega 30 þúsund tonn af kjöti á Íslandi síðustu tólf mánuði og hafi framleiðslan aukist um 2,1 prósent.

Mest er framleitt af alifuglakjöti hér á landi. Rúm átta þúsund tonn af innlendur kjúklingakjöti voru framleidd síðustu tólf mánuði, sem samsvarar 32,6 prósentum af heildarframleiðslunni.

Þá segir í Bændablaðinu að innflutningur á svínakjöti frá janúar til september hafi verið tæp 588 tonn. 1.019 tonn af nautakjöti og 836 tonn af alifuglakjöti. Auk þess voru flutt inn tæp 37 tonn af kjöti af öðrum dýrategundum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×