Verjandi Rannveigar Rist sá ástæðu til að minna héraðsdóm á grundvallarreglu réttarríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 20:30 Óttar Pálsson og Rannveig Rist. Vísir/GVA Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist, sem er ein af ákærðu í SPRON-málinu svokallaða, sagði málatilbúnað ákæruvaldsins mótsagnakenndan í málflutningsræðu sinni í dag. Rannveig, sem var stjórnarmaður í SPRON, er ákærð ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum og fyrrverandi forstjóra sparisjóðsins fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008. Gerði Óttar að umtalsefni “snúninginn” sem rætt er um í ákæru sérstaks saksóknara og snýr að því að tveir milljarðar komu inn í SPRON frá VÍS sama dag og SPRON veitti Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán án sérstakra trygginga.Mótsagnakenndur málatilbúnaður saksóknaraSagði Óttar að ráða mætti af því sem fram hefði komið við aðalmeðferð málsins að innlán VÍS til SPRON og lánið til Exista tengdust. Ákæruvaldið hefði reynt að gera innlánið tortryggilegt á sama tíma og það hefði lagt áherslu á neikvæð áhrif lánsins til Exista á lausafjárstöðu SPRON. Þetta væri mótsagnakennt því ef það væri rétt að innlánið og lánveitingin tengdust þá væru áhrif lánsins til Exista á lausafjárstöðu sparisjóðsins engin þar sem peningar hefðu komið inn frá VÍS. Nettóáhrif “lúppunnar” væru þar af leiðandi engin. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggir að miklu leyti á því að stjórnin hafi brotið útlánareglur sparisjóðsins. Þessu hafnaði Óttar og sagði stjórnina ekki sækja umboð sitt í útlánareglur. Valdheimildir hennar væru víðtækari og takmörkuðust af lögum, samþykktum og ályktunum hluthafafunda.Lánveitingin innan heimildaÓttar sagðist þó ekki vera að halda því fram að stjórnin hefði haft frítt spil, svo hafi alls ekki verið, en í tilfelli lánveitingarinnar til Exista hafi stjórnin haldið sig innan þess formlega heimildaramma sem henni hafi verið markaður. Þá hafi áhættan vegna lánveitingarinnar verið innan þeirra marka sem getið var um í útlánareglum SPRON. Fjárhagsleg staða lántakans hafi verið sterk og ekkert sem benti til þess á þeim tímapunkti sem lánið var veitt að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sparisjóðnum. Enginn hafi getað séð hrun íslenska fjármálakerfisins fyrir, og þar af leiðandi fall Kaupþings, en Exista var stærsti hluthafi bankans.Sterk samfélagsleg krafa um ákærur og þunga dómaÍ lok ræðu sinnar sá Óttar svo ástæðu til að minna á þá grundvallarreglu réttarríkisins að sekt ákærðu yrði að vera hafin yfir skynsamlegan vafa svo hægt væri að sakfella þá. Benti hann á að oft væri sagt að betra væri að tíu sekir slyppu við refsingu en að einn saklaus maður væri dæmdur. Sagðist Óttar vona að hann gengi ekki fram af dómnum með því að minna á þessa reglu. Hann kvaðst gera það vegna þess að hin samfélagslega krafa um ákærur og þunga dóma yfir fólki sem þurfti að taka erfiðar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins væri svo sterk. Allir verjendur fóru fram á sýknu yfir skjólstæðingum sínum en ákæruvaldið fór fram á að ákærðu yrðu dæmd í fangelsi. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er 6 ára fangelsi. Málið hefur nú verið dómtekið og ætti niðurstaða að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur. 3. júní 2015 14:30 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn muni halda áfram að endurgreiða ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist, sem er ein af ákærðu í SPRON-málinu svokallaða, sagði málatilbúnað ákæruvaldsins mótsagnakenndan í málflutningsræðu sinni í dag. Rannveig, sem var stjórnarmaður í SPRON, er ákærð ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum og fyrrverandi forstjóra sparisjóðsins fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008. Gerði Óttar að umtalsefni “snúninginn” sem rætt er um í ákæru sérstaks saksóknara og snýr að því að tveir milljarðar komu inn í SPRON frá VÍS sama dag og SPRON veitti Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán án sérstakra trygginga.Mótsagnakenndur málatilbúnaður saksóknaraSagði Óttar að ráða mætti af því sem fram hefði komið við aðalmeðferð málsins að innlán VÍS til SPRON og lánið til Exista tengdust. Ákæruvaldið hefði reynt að gera innlánið tortryggilegt á sama tíma og það hefði lagt áherslu á neikvæð áhrif lánsins til Exista á lausafjárstöðu SPRON. Þetta væri mótsagnakennt því ef það væri rétt að innlánið og lánveitingin tengdust þá væru áhrif lánsins til Exista á lausafjárstöðu sparisjóðsins engin þar sem peningar hefðu komið inn frá VÍS. Nettóáhrif “lúppunnar” væru þar af leiðandi engin. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggir að miklu leyti á því að stjórnin hafi brotið útlánareglur sparisjóðsins. Þessu hafnaði Óttar og sagði stjórnina ekki sækja umboð sitt í útlánareglur. Valdheimildir hennar væru víðtækari og takmörkuðust af lögum, samþykktum og ályktunum hluthafafunda.Lánveitingin innan heimildaÓttar sagðist þó ekki vera að halda því fram að stjórnin hefði haft frítt spil, svo hafi alls ekki verið, en í tilfelli lánveitingarinnar til Exista hafi stjórnin haldið sig innan þess formlega heimildaramma sem henni hafi verið markaður. Þá hafi áhættan vegna lánveitingarinnar verið innan þeirra marka sem getið var um í útlánareglum SPRON. Fjárhagsleg staða lántakans hafi verið sterk og ekkert sem benti til þess á þeim tímapunkti sem lánið var veitt að félagið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sparisjóðnum. Enginn hafi getað séð hrun íslenska fjármálakerfisins fyrir, og þar af leiðandi fall Kaupþings, en Exista var stærsti hluthafi bankans.Sterk samfélagsleg krafa um ákærur og þunga dómaÍ lok ræðu sinnar sá Óttar svo ástæðu til að minna á þá grundvallarreglu réttarríkisins að sekt ákærðu yrði að vera hafin yfir skynsamlegan vafa svo hægt væri að sakfella þá. Benti hann á að oft væri sagt að betra væri að tíu sekir slyppu við refsingu en að einn saklaus maður væri dæmdur. Sagðist Óttar vona að hann gengi ekki fram af dómnum með því að minna á þessa reglu. Hann kvaðst gera það vegna þess að hin samfélagslega krafa um ákærur og þunga dóma yfir fólki sem þurfti að taka erfiðar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins væri svo sterk. Allir verjendur fóru fram á sýknu yfir skjólstæðingum sínum en ákæruvaldið fór fram á að ákærðu yrðu dæmd í fangelsi. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er 6 ára fangelsi. Málið hefur nú verið dómtekið og ætti niðurstaða að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur. 3. júní 2015 14:30 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skatturinn muni halda áfram að endurgreiða ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Sjá meira
Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12
Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur. 3. júní 2015 14:30