Dómnefndir og Hæstiréttur Birgir Guðjónsson skrifar 22. október 2015 07:00 Nú er skrattanum skemmt og mér líka. Virðulegir hæstaréttarlögmenn sem sækjast eftir stöðu hæstaréttardómara leyfa sér að mótmæla verðleikamati (merita) kollega sinna í dómnefnd um ágæti þeirra til starfans. Þeir ættu að fara varlega og muna að þetta þótti hin mesta óhæfa þegar þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum og leiddi til brottrekstrar og útilokunar frá viðkomandi starfskerfi, þrátt fyrir að leitað hefði verið um leiðréttingu til þeirrar stofnunar sem þeir sóttu til. Dómnefndir um umsækjendur hafa einstæða stöðu á Íslandi sem á sér engan líka þótt víða væri leitað og mætti helst líkja við spánska rannsóknarréttinn á sínum tíma. Nefndirnar geta upphafið uppskafninga og niðurlægt afburðamenn að vild án nokkurs aðhalds. Veitingavaldið er bundið af áliti þessara dómnefnda sem ekki eru ábyrgar fyrir neinum. Engin áfrýjun og endurskoðun er leyfð þrátt fyrir skýrar reglur um slíkt í norrænum fyrirmyndum og auðsótt í öðrum réttarkerfum. Máli því sem vísað er til í upphafi mætti líkja við að 6 lögmenn sæktu um stöðu forseta hæstaréttar og auglýsing skilgreindi hæstaréttarlögmennsku sem skilyrði. Fimm umsækjenda væru vel menntaðir hæstaréttarlögmenn en einn héraðsdómslögmaður en með þokkalega menntun og reynslu á afmörkuðu sviði en vel ættaður og pólitískt tengdur. Héraðsdómslögmaðurinn fengi stöðuna, ábendingu um að þetta passaði ekki við skilyrði í auglýsingu væri ekki tekið mark á. Þrír aðrir umsækjendur hefðu fengið sína sérmenntun í sama landi og námskerfi. Aðeins einn þeirra hafði starfað á háskólastofnun samfellt í um 6 ár lengst Íslendinga, þar af nokkur ár sem kennari, tekið nokkur sérfræðipróf, unnið rannsóknastörf sem dómnefnd taldi einskis virði en væri síðar vitnað til í kennslubókum og fræðiritum greinarinnar. Honum væri samt skipað neðstum sem vanhæfum enda hættulegasti keppinauturinn. Starfsreglur viðkomandi dómnefndar væru nánast þýddar úr sænsku en áfrýjunarrétti sleppt. Dómnefndarálita er vitnað til við síðari umsóknir. Augljóst væri að slíkur dómur væri dauðadómur fyrir frekari ábyrgðarstöðum í viðkomandi starfskerfi. Málsókn væri reynd en hvorki héraðsdómari né Hæstiréttur sæju nokkuð athugavert við þetta og blessuðu þar með til frambúðar yfir skáldskap og níð í verðleikamati. Umsækjanda væri sagt upp störfum meðan hann í leyfi kenndi við einn virtasta skóla í viðkomandi starfsgrein og fengi aldrei stöðu aftur í viðkomandi fræðslu- og starfskerfi. Eftir frekari frama erlendis, þ.á.m. kennslu og fyrirlestra við virta háskóla og á sérfræðingaþingum, ritstjórnargreinar og bókarkafla allt byggt á upphaflegu framlögðum verðleikum væri endurupptaka reynd m.t.t. röðunar en algjörlega hafnað. Viðkomandi gæti þó glatt sig við hafa komið ungum kollegum að til náms við virtan háskóla og sæi íslenska nemendur sinna fyrri erlendu nemenda snúa heim.Slík mál ekki einsdæmi Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttislögum en ekki fengið mat endurskoðað. Eitthvert grófasta málið var þegar umsækjandi með 100 sinnum fleiri vísindatilvitnanir en sá útvaldi var dæmdur óhæfur og vonlaust var að hnekkja álitinu jafnvel í viðkomandi háskóladeild. Slík mál eru sennilega skýringin á vantrú almennings á stjórnvöldum og því að á ákveðnu tímabili höfðu 4 af 7 fremstu vísindamönnum samkvæmt tilvitnanatíðni sótt um stöðu við Háskóla Íslands en þremur þeirra var hafnað. Allir þrír náðu síðan miklum frama við erlenda háskóla sem vísindamenn á alþjóðavettvangi. Ég hef fulla samúð með hinum forsmáðu særðu hæstaréttarlögmönnum og mér finnst sjálfsagt að þeir fái endurskoðun á verðleikamati þeirra með skipun sinna manna í dómnefnd. Það væri í fullu samræmi við ættar- og kunningsskapskerfið í mannavali. Alvöru verðleikar skipta ekki máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú er skrattanum skemmt og mér líka. Virðulegir hæstaréttarlögmenn sem sækjast eftir stöðu hæstaréttardómara leyfa sér að mótmæla verðleikamati (merita) kollega sinna í dómnefnd um ágæti þeirra til starfans. Þeir ættu að fara varlega og muna að þetta þótti hin mesta óhæfa þegar þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum og leiddi til brottrekstrar og útilokunar frá viðkomandi starfskerfi, þrátt fyrir að leitað hefði verið um leiðréttingu til þeirrar stofnunar sem þeir sóttu til. Dómnefndir um umsækjendur hafa einstæða stöðu á Íslandi sem á sér engan líka þótt víða væri leitað og mætti helst líkja við spánska rannsóknarréttinn á sínum tíma. Nefndirnar geta upphafið uppskafninga og niðurlægt afburðamenn að vild án nokkurs aðhalds. Veitingavaldið er bundið af áliti þessara dómnefnda sem ekki eru ábyrgar fyrir neinum. Engin áfrýjun og endurskoðun er leyfð þrátt fyrir skýrar reglur um slíkt í norrænum fyrirmyndum og auðsótt í öðrum réttarkerfum. Máli því sem vísað er til í upphafi mætti líkja við að 6 lögmenn sæktu um stöðu forseta hæstaréttar og auglýsing skilgreindi hæstaréttarlögmennsku sem skilyrði. Fimm umsækjenda væru vel menntaðir hæstaréttarlögmenn en einn héraðsdómslögmaður en með þokkalega menntun og reynslu á afmörkuðu sviði en vel ættaður og pólitískt tengdur. Héraðsdómslögmaðurinn fengi stöðuna, ábendingu um að þetta passaði ekki við skilyrði í auglýsingu væri ekki tekið mark á. Þrír aðrir umsækjendur hefðu fengið sína sérmenntun í sama landi og námskerfi. Aðeins einn þeirra hafði starfað á háskólastofnun samfellt í um 6 ár lengst Íslendinga, þar af nokkur ár sem kennari, tekið nokkur sérfræðipróf, unnið rannsóknastörf sem dómnefnd taldi einskis virði en væri síðar vitnað til í kennslubókum og fræðiritum greinarinnar. Honum væri samt skipað neðstum sem vanhæfum enda hættulegasti keppinauturinn. Starfsreglur viðkomandi dómnefndar væru nánast þýddar úr sænsku en áfrýjunarrétti sleppt. Dómnefndarálita er vitnað til við síðari umsóknir. Augljóst væri að slíkur dómur væri dauðadómur fyrir frekari ábyrgðarstöðum í viðkomandi starfskerfi. Málsókn væri reynd en hvorki héraðsdómari né Hæstiréttur sæju nokkuð athugavert við þetta og blessuðu þar með til frambúðar yfir skáldskap og níð í verðleikamati. Umsækjanda væri sagt upp störfum meðan hann í leyfi kenndi við einn virtasta skóla í viðkomandi starfsgrein og fengi aldrei stöðu aftur í viðkomandi fræðslu- og starfskerfi. Eftir frekari frama erlendis, þ.á.m. kennslu og fyrirlestra við virta háskóla og á sérfræðingaþingum, ritstjórnargreinar og bókarkafla allt byggt á upphaflegu framlögðum verðleikum væri endurupptaka reynd m.t.t. röðunar en algjörlega hafnað. Viðkomandi gæti þó glatt sig við hafa komið ungum kollegum að til náms við virtan háskóla og sæi íslenska nemendur sinna fyrri erlendu nemenda snúa heim.Slík mál ekki einsdæmi Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttislögum en ekki fengið mat endurskoðað. Eitthvert grófasta málið var þegar umsækjandi með 100 sinnum fleiri vísindatilvitnanir en sá útvaldi var dæmdur óhæfur og vonlaust var að hnekkja álitinu jafnvel í viðkomandi háskóladeild. Slík mál eru sennilega skýringin á vantrú almennings á stjórnvöldum og því að á ákveðnu tímabili höfðu 4 af 7 fremstu vísindamönnum samkvæmt tilvitnanatíðni sótt um stöðu við Háskóla Íslands en þremur þeirra var hafnað. Allir þrír náðu síðan miklum frama við erlenda háskóla sem vísindamenn á alþjóðavettvangi. Ég hef fulla samúð með hinum forsmáðu særðu hæstaréttarlögmönnum og mér finnst sjálfsagt að þeir fái endurskoðun á verðleikamati þeirra með skipun sinna manna í dómnefnd. Það væri í fullu samræmi við ættar- og kunningsskapskerfið í mannavali. Alvöru verðleikar skipta ekki máli.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar