Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Björgvin G. Sigurðsson skrifar 22. október 2015 07:00 Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun