Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Björgvin G. Sigurðsson skrifar 22. október 2015 07:00 Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun