Audi RS6 Performance er 605 hestafla úlfur í sauðagæru Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 14:21 Audi RS6 Performance. Jalopnik Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent
Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent