Audi RS6 Performance er 605 hestafla úlfur í sauðagæru Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 14:21 Audi RS6 Performance. Jalopnik Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent