„Frábærar fréttir sem láta mann fá trú á kerfið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 15:35 Gísli Freyr um hjólið umrædda sem fannst þökk sé kænsku Gísla og vinar hans. 29 ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni stolið reiðhjól. Reyndi hann að selja hjólið á Bland en eigandi hjólsins sá við honum og kom honum í opna skjöldu þegar salan átti að fara fram.Vísir fjallaði um endurheimt hjólsins í febrúar 2014 og ræddi við eiganda þess Gísla Frey Sverrisson. Ekki var um neitt venjulegt reiðhjól að ræða heldur fjallahjól af gerðinni Kona Stinky að virði hundruð þúsunda króna.Elti förin í snjónum Gísli Freyr hafði skilið hjólið eftir á sjöundu hæð í blokk við Engihjalla í Kópavogi í október 2013. Nokkru síðar kom faðir hans, Sverrir Gíslason heim, nýbúinn að skutla bróður Gísla Freys á sundæfingu. Bróðir hans er Ólympíuverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson. Sverrir rak augun í að ekkert hjól var á ganginum.„Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," sagði Gísli í viðtali við Vísi á sínum tíma.Málið var tilkynnt til lögreglu en ekkert gerðist fyrr en Gísli fékk símtal frá vini sínum sem hafði fengið boð um að kaupa hjól af sömu gerð á Bland. Vinirnir áttuðu sig á því að allt benti til þess að um hjólið hans Gísla var að ræða og mæltu sér mót við seljandann. Höfðu þeir áður rætt við lögreglu sem var með í för og endurheimti Gísli Freyr hjólið sitt.Þekkti ekki eftirnafn þess sem seldi Í dómnum kemur fram að ákærði hafi sagst hafa keypt hjólið af vini sameiginlegs kunningja á þrjátíu þúsund krónur. Hins vegar sagðist hann aðeins vita fornafn kunningja og hvorki eftirnafn né símanúmer. Fyrir dómi sagðist hann hafa keypt hjólið af manni sem hann kynntist á samskiptasíðu á netinu. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður ákærða fyrir dómi þess efnis að hann hafi ekki vitað að hjólið væri stolið sé ótrúverðugur. Töluvert misræmi komi fram í frásögn hans og auk þess dragi úr trúverðugleika að hann viti ekki föðurnafn eða aðrar upplýsingar um seljanda. Verðmæti hjólsins er töluvert en ákærði sagði í auglýsingu á Bland.is hafa keypt það á um 600 þúsund krónur. Því sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða var ljóst að um þýfi var að ræða. Verður hann því sakfelldur fyrir hylmingu. Ákærði á að baki sakaferil og var í september 2013 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Hann rauf því skilorð og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi sem þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda í ljósi sakaferils hans.Sverrir Gíslason, faðir Gísla, fagnar niðurstöðunni á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Svei mér þá..... fékk símtal rétt í þessu frá þeirri sem sá um málið er hjólið hans Gísla fannst. Við höfum farið 2x í h...Posted by Sverrir Gislason on Wednesday, October 21, 2015 Tengdar fréttir Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
29 ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni stolið reiðhjól. Reyndi hann að selja hjólið á Bland en eigandi hjólsins sá við honum og kom honum í opna skjöldu þegar salan átti að fara fram.Vísir fjallaði um endurheimt hjólsins í febrúar 2014 og ræddi við eiganda þess Gísla Frey Sverrisson. Ekki var um neitt venjulegt reiðhjól að ræða heldur fjallahjól af gerðinni Kona Stinky að virði hundruð þúsunda króna.Elti förin í snjónum Gísli Freyr hafði skilið hjólið eftir á sjöundu hæð í blokk við Engihjalla í Kópavogi í október 2013. Nokkru síðar kom faðir hans, Sverrir Gíslason heim, nýbúinn að skutla bróður Gísla Freys á sundæfingu. Bróðir hans er Ólympíuverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson. Sverrir rak augun í að ekkert hjól var á ganginum.„Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," sagði Gísli í viðtali við Vísi á sínum tíma.Málið var tilkynnt til lögreglu en ekkert gerðist fyrr en Gísli fékk símtal frá vini sínum sem hafði fengið boð um að kaupa hjól af sömu gerð á Bland. Vinirnir áttuðu sig á því að allt benti til þess að um hjólið hans Gísla var að ræða og mæltu sér mót við seljandann. Höfðu þeir áður rætt við lögreglu sem var með í för og endurheimti Gísli Freyr hjólið sitt.Þekkti ekki eftirnafn þess sem seldi Í dómnum kemur fram að ákærði hafi sagst hafa keypt hjólið af vini sameiginlegs kunningja á þrjátíu þúsund krónur. Hins vegar sagðist hann aðeins vita fornafn kunningja og hvorki eftirnafn né símanúmer. Fyrir dómi sagðist hann hafa keypt hjólið af manni sem hann kynntist á samskiptasíðu á netinu. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður ákærða fyrir dómi þess efnis að hann hafi ekki vitað að hjólið væri stolið sé ótrúverðugur. Töluvert misræmi komi fram í frásögn hans og auk þess dragi úr trúverðugleika að hann viti ekki föðurnafn eða aðrar upplýsingar um seljanda. Verðmæti hjólsins er töluvert en ákærði sagði í auglýsingu á Bland.is hafa keypt það á um 600 þúsund krónur. Því sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða var ljóst að um þýfi var að ræða. Verður hann því sakfelldur fyrir hylmingu. Ákærði á að baki sakaferil og var í september 2013 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Hann rauf því skilorð og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi sem þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda í ljósi sakaferils hans.Sverrir Gíslason, faðir Gísla, fagnar niðurstöðunni á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Svei mér þá..... fékk símtal rétt í þessu frá þeirri sem sá um málið er hjólið hans Gísla fannst. Við höfum farið 2x í h...Posted by Sverrir Gislason on Wednesday, October 21, 2015
Tengdar fréttir Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26