Orð leiðbeinandi miðils um barnaníð ekki dæmd dauð og ómerk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2015 20:00 Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjaness. vísir/gva Þórunn K. Emilsdóttir, leiðbeinandi miðill og rithöfundur, hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi eiginmanns móður sinnar um að ummæli sem féllu í bók hennar og á Facebook-síðu verði dæmd dauð og ómerk. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar í dag sem sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms. Ummælin komu út í bókinni Valsað á milli vídda árið 2013. Í bókinni segir höfundur frá misnotkun og lætur í veðri vaka að hinn meinti gerandi hafi einnig misnotað önnur stúlkubörn.Bókarkápa Valsað á milli víddaEftirfarandi ummæli, sem er að finna á blaðsínum 14-18 í bókinni, voru dæmd dauð og ómerk í héraði en Þórunni var ekki gerð refsing vegna þeirra; „Þegar ég var tíu ára gömul varð ég fyrir kynferðislegu ofbeldi“, „Þar sem ofbeldismaðurinn tengist heimilinu“, „Það var maðurinn sem hafði skaðað mig sem barn“, „Það kom í ljós að ég var ekki sú eina sem hann hafði misnotað, hann hafði misnotað stúlkur í fjölskyldunni allt frá fjögurra ára aldri þeirra“. Gerandinn var ekki nafngreindur í bókinni en fósturfaðir hennar taldi fullvíst að þeim væri beint að sér. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þegar metið væri hvort umþrætt ummæli í bókinni hefðu farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis hennar og fælu í sér brot á friðhelgi einkalífs fósturföðursins yrði að taka tillit til þess hvernig þau væru orðuð. Í því sambandi skipti einkum máli að hvorki af einstökum ummælum né því samhengi sem þau hefðu verið sett fram í yrði ráðið að þau ættu við um hann. Fyrir héraðsdómi bar maðurinn því við að hann gæti ekki ímyndað sér að nokkur hafi áttað sig á því að ummælin ættu við um hann en þau varða atvik sem áttu sér stað fyrir rúmum fjörutíu til fimmtíu árum. „Verður ekki talið að lesendur bókarinnar, sem ekki þekktu til aðstæðna, hafi getað áttað sig á því að með þeim væri vísað til stefnda,“ segir í orðrétt í niðurstöðu Hæstaréttar. Þess var einnig krafist að ummæli sem rithöfundurinn lét falla á Facebook yrðu dæmd dauð og ómerk en því var hafnað. Málskostnaður fyrir Hæstarétti og í héraði, 1,2 milljónir króna, greiðist af fósturföður Þórunnar. Tengdar fréttir Áburður um barnaníð dæmdur tilhæfulaus Í bók sem kom út á síðasta ári er sagt frá misnotkun og því haldið fram að hinn meinti gerandi hafi jafnframt misnotað önnur stúlkubörn. Allt þetta hefur nú verið dæmt sem uppspuni. 19. október 2014 09:00 Bókaútgefandi furðar sig á meiðyrðadómi Nýlega féll dómur vegna setninga í bókinni Valsað milli vídda þar sem sagt er að megi finna tilhæfulausan áburð um barnaníð. 21. október 2014 11:31 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Þórunn K. Emilsdóttir, leiðbeinandi miðill og rithöfundur, hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi eiginmanns móður sinnar um að ummæli sem féllu í bók hennar og á Facebook-síðu verði dæmd dauð og ómerk. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar í dag sem sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms. Ummælin komu út í bókinni Valsað á milli vídda árið 2013. Í bókinni segir höfundur frá misnotkun og lætur í veðri vaka að hinn meinti gerandi hafi einnig misnotað önnur stúlkubörn.Bókarkápa Valsað á milli víddaEftirfarandi ummæli, sem er að finna á blaðsínum 14-18 í bókinni, voru dæmd dauð og ómerk í héraði en Þórunni var ekki gerð refsing vegna þeirra; „Þegar ég var tíu ára gömul varð ég fyrir kynferðislegu ofbeldi“, „Þar sem ofbeldismaðurinn tengist heimilinu“, „Það var maðurinn sem hafði skaðað mig sem barn“, „Það kom í ljós að ég var ekki sú eina sem hann hafði misnotað, hann hafði misnotað stúlkur í fjölskyldunni allt frá fjögurra ára aldri þeirra“. Gerandinn var ekki nafngreindur í bókinni en fósturfaðir hennar taldi fullvíst að þeim væri beint að sér. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þegar metið væri hvort umþrætt ummæli í bókinni hefðu farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis hennar og fælu í sér brot á friðhelgi einkalífs fósturföðursins yrði að taka tillit til þess hvernig þau væru orðuð. Í því sambandi skipti einkum máli að hvorki af einstökum ummælum né því samhengi sem þau hefðu verið sett fram í yrði ráðið að þau ættu við um hann. Fyrir héraðsdómi bar maðurinn því við að hann gæti ekki ímyndað sér að nokkur hafi áttað sig á því að ummælin ættu við um hann en þau varða atvik sem áttu sér stað fyrir rúmum fjörutíu til fimmtíu árum. „Verður ekki talið að lesendur bókarinnar, sem ekki þekktu til aðstæðna, hafi getað áttað sig á því að með þeim væri vísað til stefnda,“ segir í orðrétt í niðurstöðu Hæstaréttar. Þess var einnig krafist að ummæli sem rithöfundurinn lét falla á Facebook yrðu dæmd dauð og ómerk en því var hafnað. Málskostnaður fyrir Hæstarétti og í héraði, 1,2 milljónir króna, greiðist af fósturföður Þórunnar.
Tengdar fréttir Áburður um barnaníð dæmdur tilhæfulaus Í bók sem kom út á síðasta ári er sagt frá misnotkun og því haldið fram að hinn meinti gerandi hafi jafnframt misnotað önnur stúlkubörn. Allt þetta hefur nú verið dæmt sem uppspuni. 19. október 2014 09:00 Bókaútgefandi furðar sig á meiðyrðadómi Nýlega féll dómur vegna setninga í bókinni Valsað milli vídda þar sem sagt er að megi finna tilhæfulausan áburð um barnaníð. 21. október 2014 11:31 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Áburður um barnaníð dæmdur tilhæfulaus Í bók sem kom út á síðasta ári er sagt frá misnotkun og því haldið fram að hinn meinti gerandi hafi jafnframt misnotað önnur stúlkubörn. Allt þetta hefur nú verið dæmt sem uppspuni. 19. október 2014 09:00
Bókaútgefandi furðar sig á meiðyrðadómi Nýlega féll dómur vegna setninga í bókinni Valsað milli vídda þar sem sagt er að megi finna tilhæfulausan áburð um barnaníð. 21. október 2014 11:31