Afturhvarf til fortíðar Jóhannes M. Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Lýður Árnason, læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, birti greinarstúf í Fréttablaðinu hinn 28. október um skipan heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Hann bendir þar réttilega á að „heilbrigðismál á Íslandi hafi allt of lengi verið í klakaböndum“. Heildstæð stefna hefur illa eða ekki náð fram að ganga af ýmsum ástæðum, m.a. hagsmunaárekstrum eða „síþrætu“ sem er landlæg og afneitar öllum rökum hvort sem þau eru byggð á sannanlegum staðreyndum og þekkingu eða ekki. Landspítali er háskólasjúkrahús og sem slíkt er það og verður meginsjúkrahús landsins, en engu að síður örsmátt á mælikvarða slíkra stofnana hvort sem litið er til nágrannalanda eða umheimsins. Þrátt fyrir smæð tekst honum að mennta og þjálfa lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem eftirsóttir eru víðast um heim og sem vísindastofnun er hann einn stærsti byggingarsteinn fræðasamfélagsins sem hefur fært Háskóla Íslands í hóp 300 bestu háskóla heims. Framfarir í heilbrigðisþjónustu margra undanfarinna áratuga byggja á hratt vaxandi sérhæfingu heilbrigðisstarfsmanna, en á móti þrengist óhjákvæmilega þekkingarsvið hvers og eins. Þessi þróun er alþjóðleg og verður ekki snúið við. Í þeim efnum erum við ekkert eyland. Til þess að viðhalda nægjanlegri þekkingarbreidd háskólasjúkrahúsa er ekkert annað svar til en að sameina kraftana og slá saman sjúkrahúsum. Þetta hefur verið gert í stórum stíl um öll Vesturlönd síðustu áratugi rétt eins og hér á landi þó hér hafi verkið ekki verið fullkomnað enn sem komið er. Í fámenni okkar og smæð er þetta ekki síður mikilvægt. Hugmynd Lýðs um að dreifa þeim þekkingarstabba sem við eigum er fráleit og enn verri fyrir það að vera komin frá heilbrigðisstarfsmanni. Þó er hún miklu verst fyrir þá uppástungu læknisins að halda því fram að „upplagt væri að hafa krabbameinsdeildina á St. Jósepsspítala í rólegu umhverfi?…“ Mér er til efs að nokkur sérgrein sé bundnari annarri stoðstarfsemi og sérgreinum. Gildir þar raunar gagnkvæmni gegn öðrum sérgreinum. Tími einangraðra sérgreina og einyrkja í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Braut vaxandi sérhæfingar heilbrigðisþjónustunnar er þegar mörkuð á heimsvísu og þar munum við engu breyta, sem betur fer, því hún er bæði forsenda og afleiðing framfara. Á þeirri braut mun sameinaður Landspítali sinna verkefnum sínum best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Lýður Árnason, læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, birti greinarstúf í Fréttablaðinu hinn 28. október um skipan heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Hann bendir þar réttilega á að „heilbrigðismál á Íslandi hafi allt of lengi verið í klakaböndum“. Heildstæð stefna hefur illa eða ekki náð fram að ganga af ýmsum ástæðum, m.a. hagsmunaárekstrum eða „síþrætu“ sem er landlæg og afneitar öllum rökum hvort sem þau eru byggð á sannanlegum staðreyndum og þekkingu eða ekki. Landspítali er háskólasjúkrahús og sem slíkt er það og verður meginsjúkrahús landsins, en engu að síður örsmátt á mælikvarða slíkra stofnana hvort sem litið er til nágrannalanda eða umheimsins. Þrátt fyrir smæð tekst honum að mennta og þjálfa lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem eftirsóttir eru víðast um heim og sem vísindastofnun er hann einn stærsti byggingarsteinn fræðasamfélagsins sem hefur fært Háskóla Íslands í hóp 300 bestu háskóla heims. Framfarir í heilbrigðisþjónustu margra undanfarinna áratuga byggja á hratt vaxandi sérhæfingu heilbrigðisstarfsmanna, en á móti þrengist óhjákvæmilega þekkingarsvið hvers og eins. Þessi þróun er alþjóðleg og verður ekki snúið við. Í þeim efnum erum við ekkert eyland. Til þess að viðhalda nægjanlegri þekkingarbreidd háskólasjúkrahúsa er ekkert annað svar til en að sameina kraftana og slá saman sjúkrahúsum. Þetta hefur verið gert í stórum stíl um öll Vesturlönd síðustu áratugi rétt eins og hér á landi þó hér hafi verkið ekki verið fullkomnað enn sem komið er. Í fámenni okkar og smæð er þetta ekki síður mikilvægt. Hugmynd Lýðs um að dreifa þeim þekkingarstabba sem við eigum er fráleit og enn verri fyrir það að vera komin frá heilbrigðisstarfsmanni. Þó er hún miklu verst fyrir þá uppástungu læknisins að halda því fram að „upplagt væri að hafa krabbameinsdeildina á St. Jósepsspítala í rólegu umhverfi?…“ Mér er til efs að nokkur sérgrein sé bundnari annarri stoðstarfsemi og sérgreinum. Gildir þar raunar gagnkvæmni gegn öðrum sérgreinum. Tími einangraðra sérgreina og einyrkja í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Braut vaxandi sérhæfingar heilbrigðisþjónustunnar er þegar mörkuð á heimsvísu og þar munum við engu breyta, sem betur fer, því hún er bæði forsenda og afleiðing framfara. Á þeirri braut mun sameinaður Landspítali sinna verkefnum sínum best.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun