Nýr spítali verði ekki byggður á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Skýrsluhöfundur telur rétt að reisa nýja spítalann ekki við Hringbraut og nefnir Sævarhöfða sem heppilega staðsetningu. Vísir/Vilhelm Vænlegt væri að bíða með fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan Landspítala á lóð spítalans við Hringbraut. Á meðan yrði þjónustuhlutverk og kjarnastarfsemi spítalans endurmetið. Ástæðan er sú að fyrirhugaðar framkvæmdir á Landspítalalóð eru taldar kosta yfir 87 milljarða á næstu fimm árum. Sú framkvæmd myndi bætast við mikla þenslu sem framundan er. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst. Skýrslan var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu.Gunnar Alexander Ólafsson.Skýrsluhöfundur segir að með endurmati á þjónustuhlutverki og kjarnastarfsemi sé hann að leggja til að Landspítalinn sinni flóknari og dýrari læknisaðgerðum og meðferðum. „En eftirláti öðrum minni og einfaldari aðgerðir og meðferðir,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur. Þar á Gunnar við heilsugæslustöðvar og sérfræðinga utan spítalans. Hann segir að nú þegar hafi heilbrigðisþjónusta á Íslandi þróast þannig að þjónusta utan spítalans hafi vaxið mikið. Til að mynda séu augnlækningar mikið til komnar út af spítalanum. Í skýrslunni er einnig talað um það að endurskoða þurfi staðsetningu spítalans. Hringbraut sé ekki raunhæfur staður. Gunnar segir eðlilegt að horfa til staðsetningar austar í borginni. „Mér er dálítið tíðrætt um Sævarhöfða,“ segir hann. Þar eru bílaumboðið BL með aðstöðu og frekara atvinnuhúsnæði að auki. Gunnar segir að það verði að horfa til þess að umferð muni aukast þegar staður fyrir spítalann er valinn.Ólafur Baldursson.vísir/ernirÓlafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir byggingu nýs spítala vera öryggismál. Það sé ábyrgðarhluti að afvegaleiða umræðuna um öryggi sjúklinga á grunni skýrslu sem hann telur í besta falli ónákvæma. Hann staðnæmist einkum við tvennt í skýrslunni. „Í fyrsta lagi að það er lögð allt of mikil áhersla á umræðuna um staðsetningu,“ segir Ólafur. Fjölmargar fyrri skýrslur sýni að staðsetningin við Hringbraut sé í það minnsta jafn góð og aðrar. Þá bendir hann á að á Norðurlöndunum byggi menn sjúkrahús af þessari tegund á 20-30 ára fresti. Ákvörðun um byggingu nýs sjúkrahúss sé því ekki ákvörðun fyrir næstu öldina. „Í öðru lagi er lögð áhersla á það í þessari skýrslu að það þurfi að fresta þessum framkvæmdum vegna þensluáhrifa í samfélaginu,“ segir Ólafur. Hann hefur samúð með slíkum sjónarmiðum, því efnahagsmálin séu auðvitað mjög mikilvæg. En þegar búið sé að reka sjúkrahús í gegnum stórhættulegt efnahagsástand og hrun á sínum tíma, þar sem stofnunin tók á sig nær 20 prósent niðurskurð, hljóti að þurfa að spyrja hvenær öryggi sjúklinga verði sett á dagskrá. „Það er ekki í kreppu og ekki í uppsveifluástandi heldur. Hvenær er það þá á dagskrá? Hvenær ætla menn að sækja fram í heilbrigðiskerfinu?“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vænlegt væri að bíða með fyrirhugaðar framkvæmdir við nýjan Landspítala á lóð spítalans við Hringbraut. Á meðan yrði þjónustuhlutverk og kjarnastarfsemi spítalans endurmetið. Ástæðan er sú að fyrirhugaðar framkvæmdir á Landspítalalóð eru taldar kosta yfir 87 milljarða á næstu fimm árum. Sú framkvæmd myndi bætast við mikla þenslu sem framundan er. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst. Skýrslan var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins og Samtök verslunar og þjónustu.Gunnar Alexander Ólafsson.Skýrsluhöfundur segir að með endurmati á þjónustuhlutverki og kjarnastarfsemi sé hann að leggja til að Landspítalinn sinni flóknari og dýrari læknisaðgerðum og meðferðum. „En eftirláti öðrum minni og einfaldari aðgerðir og meðferðir,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur. Þar á Gunnar við heilsugæslustöðvar og sérfræðinga utan spítalans. Hann segir að nú þegar hafi heilbrigðisþjónusta á Íslandi þróast þannig að þjónusta utan spítalans hafi vaxið mikið. Til að mynda séu augnlækningar mikið til komnar út af spítalanum. Í skýrslunni er einnig talað um það að endurskoða þurfi staðsetningu spítalans. Hringbraut sé ekki raunhæfur staður. Gunnar segir eðlilegt að horfa til staðsetningar austar í borginni. „Mér er dálítið tíðrætt um Sævarhöfða,“ segir hann. Þar eru bílaumboðið BL með aðstöðu og frekara atvinnuhúsnæði að auki. Gunnar segir að það verði að horfa til þess að umferð muni aukast þegar staður fyrir spítalann er valinn.Ólafur Baldursson.vísir/ernirÓlafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir byggingu nýs spítala vera öryggismál. Það sé ábyrgðarhluti að afvegaleiða umræðuna um öryggi sjúklinga á grunni skýrslu sem hann telur í besta falli ónákvæma. Hann staðnæmist einkum við tvennt í skýrslunni. „Í fyrsta lagi að það er lögð allt of mikil áhersla á umræðuna um staðsetningu,“ segir Ólafur. Fjölmargar fyrri skýrslur sýni að staðsetningin við Hringbraut sé í það minnsta jafn góð og aðrar. Þá bendir hann á að á Norðurlöndunum byggi menn sjúkrahús af þessari tegund á 20-30 ára fresti. Ákvörðun um byggingu nýs sjúkrahúss sé því ekki ákvörðun fyrir næstu öldina. „Í öðru lagi er lögð áhersla á það í þessari skýrslu að það þurfi að fresta þessum framkvæmdum vegna þensluáhrifa í samfélaginu,“ segir Ólafur. Hann hefur samúð með slíkum sjónarmiðum, því efnahagsmálin séu auðvitað mjög mikilvæg. En þegar búið sé að reka sjúkrahús í gegnum stórhættulegt efnahagsástand og hrun á sínum tíma, þar sem stofnunin tók á sig nær 20 prósent niðurskurð, hljóti að þurfa að spyrja hvenær öryggi sjúklinga verði sett á dagskrá. „Það er ekki í kreppu og ekki í uppsveifluástandi heldur. Hvenær er það þá á dagskrá? Hvenær ætla menn að sækja fram í heilbrigðiskerfinu?“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira