Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 21:54 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00
Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33
Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30
Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56
Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30