Íslandsmeistari í Reykjavíkurmaraþoninu: "Þú ert að sigra sjálfan þig“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 15:00 Svövu þótti áður fremur leiðinlegt að hlaupa og því kom það henni á óvart þegar hlaupabakterían tók yfir. Vísir/Svava „Maður þarf að bera virðingu fyrir vegalengdinni,“ segir Svava Rán Guðmundsdóttir en hún kom fyrst íslenskra kvenna í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi. „Það þarf allt að ganga upp í svona hlaupi,“ útskýrir hún en það segir sig sjálft að vegalengdin 42 kílómetrar reynir á líkamann. Og ekki síður andlegu hliðina að sögn Svövu. „Hlaupin hjálpa manni á ýmsum sviðum. Maður þarf að vera með hausinn í lagi, þú hleypur ekkert maraþon án þess að taka sjálfan þig í gegn. Þetta er svo langur tími sem þú ert að hlaupa, um þrír til fjórir tímar og hausinn skiptir svo miklu máli.“ Það er því mikilvægt að hennar mati að fara í andlega vinnu þegar ákveðið hefur verið að takast á við maraþonhlaup við hlið líkamsþjálfunar.Ætlar upp á Esjuna í dag Svava ákvað þegar hún varð fertug að ljúka við eitt maraþon á hverju ári. Hún hefur staðið við það en maraþonið um helgina var hennar sjötta. „Ég fór í fyrra til Amsterdam og kláraði ekki.“ Eftir að hún kom heim frá Amsterdam fór hún í Haustmaraþonið hér á landi og vann það. Það var þó ekki sniðugt að sögn Svövu enda er um langa vegalengd að ræða og dagsformið þarf að vera gott. „Maður er fljótari að jafna sig ef maður er í sæmilegu formi. En maður finnur alltaf svolítið fyrir þessu. Það er erfitt að labba upp stiga stuttu á eftir og svona. Ég ætla samt að skella mér á Esjuna í dag til að ná þessu úr mér.“Svava segir mikla stemningu ríkja í hlaupahópnum.Vísir/SvavaHún hefur þó aðeins stundað hlaup frá árinu 2007 og í raun af einhverju viti frá árinu 2008. Hún segir að hlaupabakterían sé skæð og að það hafi komið henni á óvart hversu óð hún varð í hlaupin þegar hún byrjaði.Fannst leiðinlegt að hlaupa áður „Mér fannst mjög leiðinlegt að hlaupa. Þetta bara datt inn hjá mér einhvern veginn; ég var í leikfimi hjá Sporthúsinu og þá var stundum verið að fara með okkur út að hlaupa. Svo var ég að skokka niður Esjuna einhvern tímann og hugsaði með mér að það væri ef til vill jafngaman að hlaupa bara á jafnsléttu.“ Hún gekk til liðs við hópinn Árbæjarskokk en á þremur árum hafa konur frá hópnum komið fyrstar í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það er komin pressa á hinar í hópnum,“ segir Svava og hlær. Hún segir það muna öllu að vera í skemmtilegum hlaupahópi. „Þetta er miklu meira en að bara hlaupa. Hópurinn hefur yfirleitt verið að fara út saman einu sinni á ári til að hlaupa, það er rosalega gaman.“Hér má sjá Svövu um helgina þar sem hún fór í gegnum Fossvoginn. „Höfuðið þarf að vera á réttum stað.“Vísir/SvavaÞví hefur Svava tekið þátt í maraþonum í borgum eins og Osló, Berlín og Frankfurt.En hefur Svava einhver góð ráð fyrir þá sem vilja prófa maraþonhlaupin? „Það sem ég hef lært af þessu er að maður verður bara alltaf að halda áfram. Ekki hætta, ekki gefast upp. Maður hefur alveg fengið meiðsli, ég til dæmis reif á mér liðböndin í janúar þegar ég fór að gera einhver hopp í World class og byrjaði ekki að hlaupa aftur fyrr en í maí. Það skiptir öllu máli að fara bara út, ekkert hlaupa neitt hratt, það er ekki það sem skiptir mestu. Þú veist alltaf að það borgar sig að fara af stað.“ Hún segir það samt vera svo að þegar hlaupabakterían hafi náð tökum á manni sé erfitt að hætta. „Þú ert að sigra sjálfan þig einhvern veginn. Þú ert að ögra sjálfum þér og sigra, vonandi.“ Tengdar fréttir Á annan tug hlaupara leitaði á bráðamóttöku eftir Reykjavíkurmaraþonið „Við viljum bara hvetja fólk að reyna hæfilega mikið á sig, ekki ofreyna sig.“ 23. ágúst 2015 15:35 Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Olga og kona hennar Pálína hafa safnað nærri tveimur milljónum króna í áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. 20. ágúst 2015 21:45 Endaði alveg óvart í fyrsta sæti hlaupsins Hrafnkell Hjörleifsson hljóp maraþon í fyrsta sinn á ævinni og var fyrstur Íslendinga í mark. Hann ætlar að leyfa sér pítsu og bjór til að fagna sigrinum. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Maður þarf að bera virðingu fyrir vegalengdinni,“ segir Svava Rán Guðmundsdóttir en hún kom fyrst íslenskra kvenna í mark í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi. „Það þarf allt að ganga upp í svona hlaupi,“ útskýrir hún en það segir sig sjálft að vegalengdin 42 kílómetrar reynir á líkamann. Og ekki síður andlegu hliðina að sögn Svövu. „Hlaupin hjálpa manni á ýmsum sviðum. Maður þarf að vera með hausinn í lagi, þú hleypur ekkert maraþon án þess að taka sjálfan þig í gegn. Þetta er svo langur tími sem þú ert að hlaupa, um þrír til fjórir tímar og hausinn skiptir svo miklu máli.“ Það er því mikilvægt að hennar mati að fara í andlega vinnu þegar ákveðið hefur verið að takast á við maraþonhlaup við hlið líkamsþjálfunar.Ætlar upp á Esjuna í dag Svava ákvað þegar hún varð fertug að ljúka við eitt maraþon á hverju ári. Hún hefur staðið við það en maraþonið um helgina var hennar sjötta. „Ég fór í fyrra til Amsterdam og kláraði ekki.“ Eftir að hún kom heim frá Amsterdam fór hún í Haustmaraþonið hér á landi og vann það. Það var þó ekki sniðugt að sögn Svövu enda er um langa vegalengd að ræða og dagsformið þarf að vera gott. „Maður er fljótari að jafna sig ef maður er í sæmilegu formi. En maður finnur alltaf svolítið fyrir þessu. Það er erfitt að labba upp stiga stuttu á eftir og svona. Ég ætla samt að skella mér á Esjuna í dag til að ná þessu úr mér.“Svava segir mikla stemningu ríkja í hlaupahópnum.Vísir/SvavaHún hefur þó aðeins stundað hlaup frá árinu 2007 og í raun af einhverju viti frá árinu 2008. Hún segir að hlaupabakterían sé skæð og að það hafi komið henni á óvart hversu óð hún varð í hlaupin þegar hún byrjaði.Fannst leiðinlegt að hlaupa áður „Mér fannst mjög leiðinlegt að hlaupa. Þetta bara datt inn hjá mér einhvern veginn; ég var í leikfimi hjá Sporthúsinu og þá var stundum verið að fara með okkur út að hlaupa. Svo var ég að skokka niður Esjuna einhvern tímann og hugsaði með mér að það væri ef til vill jafngaman að hlaupa bara á jafnsléttu.“ Hún gekk til liðs við hópinn Árbæjarskokk en á þremur árum hafa konur frá hópnum komið fyrstar í mark í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það er komin pressa á hinar í hópnum,“ segir Svava og hlær. Hún segir það muna öllu að vera í skemmtilegum hlaupahópi. „Þetta er miklu meira en að bara hlaupa. Hópurinn hefur yfirleitt verið að fara út saman einu sinni á ári til að hlaupa, það er rosalega gaman.“Hér má sjá Svövu um helgina þar sem hún fór í gegnum Fossvoginn. „Höfuðið þarf að vera á réttum stað.“Vísir/SvavaÞví hefur Svava tekið þátt í maraþonum í borgum eins og Osló, Berlín og Frankfurt.En hefur Svava einhver góð ráð fyrir þá sem vilja prófa maraþonhlaupin? „Það sem ég hef lært af þessu er að maður verður bara alltaf að halda áfram. Ekki hætta, ekki gefast upp. Maður hefur alveg fengið meiðsli, ég til dæmis reif á mér liðböndin í janúar þegar ég fór að gera einhver hopp í World class og byrjaði ekki að hlaupa aftur fyrr en í maí. Það skiptir öllu máli að fara bara út, ekkert hlaupa neitt hratt, það er ekki það sem skiptir mestu. Þú veist alltaf að það borgar sig að fara af stað.“ Hún segir það samt vera svo að þegar hlaupabakterían hafi náð tökum á manni sé erfitt að hætta. „Þú ert að sigra sjálfan þig einhvern veginn. Þú ert að ögra sjálfum þér og sigra, vonandi.“
Tengdar fréttir Á annan tug hlaupara leitaði á bráðamóttöku eftir Reykjavíkurmaraþonið „Við viljum bara hvetja fólk að reyna hæfilega mikið á sig, ekki ofreyna sig.“ 23. ágúst 2015 15:35 Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Olga og kona hennar Pálína hafa safnað nærri tveimur milljónum króna í áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. 20. ágúst 2015 21:45 Endaði alveg óvart í fyrsta sæti hlaupsins Hrafnkell Hjörleifsson hljóp maraþon í fyrsta sinn á ævinni og var fyrstur Íslendinga í mark. Hann ætlar að leyfa sér pítsu og bjór til að fagna sigrinum. 24. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Á annan tug hlaupara leitaði á bráðamóttöku eftir Reykjavíkurmaraþonið „Við viljum bara hvetja fólk að reyna hæfilega mikið á sig, ekki ofreyna sig.“ 23. ágúst 2015 15:35
Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: "Ofboðslegt kjaftshögg“ Olga og kona hennar Pálína hafa safnað nærri tveimur milljónum króna í áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. 20. ágúst 2015 21:45
Endaði alveg óvart í fyrsta sæti hlaupsins Hrafnkell Hjörleifsson hljóp maraþon í fyrsta sinn á ævinni og var fyrstur Íslendinga í mark. Hann ætlar að leyfa sér pítsu og bjór til að fagna sigrinum. 24. ágúst 2015 07:00