Ráðning fyrrverandi sveitarstjóra til PCC: „Skyldi hann ekki skammast sín neitt?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 14:08 Bergur Elías tekur fyrir að nokkuð samkomulag hafi verið gert um ráðningu hans til PCC í tíð hans sem sveitarstjóri Noðrurþings. Bergur var sveitarstjóri frá 2006 til 2014. Vísir Ráðning Bergs Elíasar Ágústssonar, fyrrverandi sveitarstjóra Norðurþings, til þýska fyrirtækisins PCC sætir töluverðri gagnrýni. Bergur var ötull stuðningsmaður kísilversins (eins og dæmin sýna hér, hér, hér og hér) og undirritaði meðal annars sameiginlega viljayfirlýsingu PCC og Norðurþings árið 2011 um byggingu kísilsversins. Rúmt ár er síðan Bergur Elías hætti störfum sem sveitarstjóri en hann fór að vinna hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um síðustu áramót. Aðspurður um ráðningu sína til PCC segir Bergur í samtali við RÚV að ekkert samkomulag hafi legið fyrir á milli hans og PCC um að hann myndi vinna fyrir þýska fyrirtækið þegar hann hætti störfum hjá Norðurþingi. „Málið er nátturulega bara það að þetta er samfélagsverkefni, sem mun hafa staðið yfir í 10 ár fyrir norðan og það er bara þannig að þarna leggja allir hönd á plóg. Ef að ég get með einhverjum hætti gert að verkum að það gangi vel er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, þetta snýst um samfélagið og áætlanir þess að byggja upp iðnað á þessu svæði,“ segir Bergur Elías við RÚV. Hann muni sinna ýmsum verkfefnum á meðan kísilverið sé í byggingu.John Perkins.Skjáskot úr DraumalandinuRifja upp fleyg orð úr Draumalandinu Illugi Jökulsson spyr á Facebook hvort Bergur Elías muni ekki skammast sín þegar hann haldi heim á leið í kvöld í ljósi nýja starfsins. Fjölmiðlamaðurinn setur greinilega stórt spurningamerki við ráðninguna. Þá rifjar fólk upp orð John Perkins, sem oft er kenndur við bók sína Confessions of an Economic Hit Man, í kvikmyndinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnússon og Þorfinn Guðnason. Í myndinni lýsir Perkins því hvernig stórfyrirtæki, sem vilja komast með stóriðju sína og tilheyrandi verksmiðjur inn í ný samfélög, kaupa opinbera starfsmenn - veiði fólk í net. Hann var sjálfur í því hlutverki og er fjallað um það í fyrrnefndri bók. „Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.Þegar þessi maður fer heim til sín í kvöld, skyldi hann ekki skammast sín neitt?Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, August 25, 2015 Ekki til mikils ætlast „Það er ekki til mikils ætlast af þeim. Líklega verða þeir hvattir til að ræða við önnur sveitarfélög og sannfæra þá um ágæti næstu verkefna.“ Í Draumalandinu er ráðning Guðmundar heitins Bjarnasonar, fyrrum bæjarstjóra í Fjarðabyggð, tekin sem dæmi um slíka ráðningu í tengslum við umfjöllun Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Að loknu starfi sem bæjarstjóri var Guðmundur ráðinn verkefnastjóri hjá Alcoa. Bútinn úr myndinni má sjá hér að neðan í klippingu Láru Hönnu Einarsdóttur. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ráðning Bergs Elíasar Ágústssonar, fyrrverandi sveitarstjóra Norðurþings, til þýska fyrirtækisins PCC sætir töluverðri gagnrýni. Bergur var ötull stuðningsmaður kísilversins (eins og dæmin sýna hér, hér, hér og hér) og undirritaði meðal annars sameiginlega viljayfirlýsingu PCC og Norðurþings árið 2011 um byggingu kísilsversins. Rúmt ár er síðan Bergur Elías hætti störfum sem sveitarstjóri en hann fór að vinna hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um síðustu áramót. Aðspurður um ráðningu sína til PCC segir Bergur í samtali við RÚV að ekkert samkomulag hafi legið fyrir á milli hans og PCC um að hann myndi vinna fyrir þýska fyrirtækið þegar hann hætti störfum hjá Norðurþingi. „Málið er nátturulega bara það að þetta er samfélagsverkefni, sem mun hafa staðið yfir í 10 ár fyrir norðan og það er bara þannig að þarna leggja allir hönd á plóg. Ef að ég get með einhverjum hætti gert að verkum að það gangi vel er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, þetta snýst um samfélagið og áætlanir þess að byggja upp iðnað á þessu svæði,“ segir Bergur Elías við RÚV. Hann muni sinna ýmsum verkfefnum á meðan kísilverið sé í byggingu.John Perkins.Skjáskot úr DraumalandinuRifja upp fleyg orð úr Draumalandinu Illugi Jökulsson spyr á Facebook hvort Bergur Elías muni ekki skammast sín þegar hann haldi heim á leið í kvöld í ljósi nýja starfsins. Fjölmiðlamaðurinn setur greinilega stórt spurningamerki við ráðninguna. Þá rifjar fólk upp orð John Perkins, sem oft er kenndur við bók sína Confessions of an Economic Hit Man, í kvikmyndinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnússon og Þorfinn Guðnason. Í myndinni lýsir Perkins því hvernig stórfyrirtæki, sem vilja komast með stóriðju sína og tilheyrandi verksmiðjur inn í ný samfélög, kaupa opinbera starfsmenn - veiði fólk í net. Hann var sjálfur í því hlutverki og er fjallað um það í fyrrnefndri bók. „Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.Þegar þessi maður fer heim til sín í kvöld, skyldi hann ekki skammast sín neitt?Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, August 25, 2015 Ekki til mikils ætlast „Það er ekki til mikils ætlast af þeim. Líklega verða þeir hvattir til að ræða við önnur sveitarfélög og sannfæra þá um ágæti næstu verkefna.“ Í Draumalandinu er ráðning Guðmundar heitins Bjarnasonar, fyrrum bæjarstjóra í Fjarðabyggð, tekin sem dæmi um slíka ráðningu í tengslum við umfjöllun Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Að loknu starfi sem bæjarstjóri var Guðmundur ráðinn verkefnastjóri hjá Alcoa. Bútinn úr myndinni má sjá hér að neðan í klippingu Láru Hönnu Einarsdóttur.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00