Breytingar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks framfaraskref Þórhildur Egilsdóttir skrifar 23. janúar 2015 07:00 Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar