Breytingar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks framfaraskref Þórhildur Egilsdóttir skrifar 23. janúar 2015 07:00 Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. hóf Strætó bs. umsýslu með rekstri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu og á sama tíma urðu breytingar á reglum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá stækkaði þjónustusvæði Strætó bs., þjónustuver voru sameinuð og ný síma- og tölvukerfi tekin í notkun. Einnig tóku nýir verktakar við akstrinum, með nýja bíla og bílstjóra. Því miður hafa hnökrar verið í innleiðingunni en starfsfólk Strætó bs. í samvinnu við notendur vinnur ötullega við að fara ofan í kjölinn á frávikum í þjónustunni, til þess að bæta hana. Breytingarnar má rekja til ársins 2006 þegar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendi sveitarfélögunum fyrirspurn um þróun í ferðaþjónustunni. Í kjölfarið vann starfshópur sveitarfélaganna ásamt hagsmunasamtökum að tillögum að samræmdri ferðaþjónustu. Hópurinn tók ekki afstöðu til sameiginlegs reksturs, en mat að skoða þyrfti þjónustu Strætó bs. með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks. Árið 2011 lagði framkvæmdahópur Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um ferðaþjónustu til að farið yrði í sameiginlegt útboð og stofnaður yrði sérstakur undirbúningshópur til að skoða með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli. Undirbúningshópurinn lagði til að gert yrði samkomulag um sameiginlega ferðaþjónustu. Tillaga stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi og þjónustulýsingu var samþykkt af öllum sveitarfélögunum í lok apríl 2014. Auk þess voru samþykktar sameiginlegar reglur byggðar á lögum um málefni fatlaðs fólks og leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytisins. Í samkomulaginu felst að sveitarfélögin fela Strætó bs. að annast framkvæmd þjónustunnar með rekstri sérstaks þjónustuvers og með því að annast útboð á öllum akstri sem tengist ferðaþjónustunni.Samráð við notendur Í aðdraganda útboðs voru haldnir tveir samráðsfundir með notendum. Einnig leitaði Strætó bs. til notenda þegar unnið var að útfærslu öryggisþátta í útboðsgögnunum. Samráð var haft við notendur í sveitarfélögunum við mótun reglna bæði í formi funda og með skriflegum umsögnum. Nýr þjónustuhópur um ferðaþjónustuna, skipaður fulltrúa samráðshóps félagsmálastjóra sveitarfélaganna, Strætó bs., notendum og verktaka fylgist nú með framkvæmdinni, þ.e. fer reglulega yfir framvindu þjónustunnar og árangur og fjallar um atriði sem betur mega fara. Einnig koma notendur að reglulegum námskeiðum fyrir bílstjóra og taka þátt í að auka skilning þeirra og hæfni. Allir notendur geta nú pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings. Opnunartími þjónustuvers Strætó bs. er mun lengri en áður var. Áður var þjónustuver fyrir fatlað fólk opið virka daga frá kl. 08:00 til 16:00 og 08:00-12:00 á laugardögum. Nú er sameiginlegt þjónustuver opið alla daga frá kl. 07:00 til 22:30. Öryggiskröfur eru hertar, bæði varðandi hæfni bílstjóra og öryggi notenda í bílunum. Einnig hvað varðar endurnýjun á bílum og reglubundnar gæða- og öryggisúttektir á þeim. Hnökrar eru óhjákvæmilegir í breytingarferli og mikilvægt að fjölmiðlar, pólitískt kjörnir fulltrúar, starfsfólk sveitarfélaga, starfsfólk Strætó bs., verktakar og notendur séu samstíga í því framfaraskrefi sem nú er verið að taka.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar