Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2015 20:59 Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson. Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. Það var í desember síðastliðinn sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum um kísilver þýska félagsins PCC. Nú hafa bæði Landsnet og Landsvirkjun gert nýja samninga sem eiga að höggva á hnútinn. „Við erum ánægð með þetta skref og það má segja að þetta sé að ganga hraðar en við bjuggumst við eftir að úrskurður ESA kom í desember,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. -Þýðir þetta að það er búið að höggva á hnútinn gagnvart ESA? „Já, við vonum það. Við höfum átt ágætt samstarf við þá frá því í desember og mikil upplýsingagjöf átt sér stað og viðræður milli okkar og ESA. Og við vonum að það sé komið í höfn núna,“ segir Hörður. Á Húsavík sagði bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, nú síðdegis að menn brostu af gleði vegna þessara frétta enda benti nú flest til þess að ný tímaáætlun PCC um að hefja framkvæmdir á Bakka í sumar muni standast.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Forstjóri Landsvirkjunar segir að nú taki við allt að átta vikna frestur sem ESA hefur til að gefa endanlegt svar. Mikilvægt sé að hafa í huga að samningurinn sé ekki orðinn bindandi fyrr en eftir þann tíma. Þá þurfi PCC í kjölfarið að ljúka ákveðnum þáttum varðandi fjármögnun. „En þetta er stórt skref í að klára þetta verkefni,“ segir Hörður Arnarson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. 24. mars 2015 19:16