Ekki bulla um öryrkja! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar