Ekki bulla um öryrkja! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun