Ekki bulla um öryrkja! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskaplega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabaráttunni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti. Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!Fjöldi öryrkja Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vettvangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í samanburði við flest Norðurlandanna.Hvert er vandamálið? Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja formann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur framhaldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri virðingarverð byrjun!
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun