Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Kári Örn Hinriksson skrifar 14. september 2015 17:00 Bae þarf að skipta út drivernum fyrir riffil. Getty Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka. Golf Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka.
Golf Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira