Minni óvissa skapar svigrúm fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. vísir/gva Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira