Northern Future Forum Arnar Þór Magnússon skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fyrir stuttu komu saman í Reykjavík forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á ráðstefnuna Northern Future Forum (NFF) í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrsta ráðstefnan undir þessu heiti var haldin í London 2011 að frumkvæði David Cameron, forsætisráðherra Breta, og þær hafa síðan verið haldnar í Stokkhólmi, Ríga og Helsinki. Það sem gerir NFF-ráðstefnuna óvenjulega er að þar setjast ráðherrarnir niður, tveir til þrír saman, í litlum málstofum með sérfræðingum frá löndunum og ræða framtíðina með hliðsjón af tilteknum þemum. Undirliggjandi markmið ráðstefnunnar er að greina hvaða leiðir eru mögulegar til auka vöxt og viðgang viðkomandi samfélaga og skoða hvað við getum lært hvert af öðru. Ráðherrarnir hlusta, taka þátt í umræðum og fara heim með hugmyndir um leiðir til samfélagsumbóta. Þau samskipti sem fram fara á NFF og sú jákvæða nálgun sem notuð er til þess að horfa til framtíðarinnar gerir ráðstefnuna að einstökum viðburði. Í ár var horft til tveggja þátta, annars vegar vaxtar og viðgangs skapandi greina og hins vegar nýsköpunar í opinberum rekstri. Áður hafa á fundunum verið rædd málefni eins og hvernig menntakerfið styður við nýsköpun, græna hagkerfið og hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Allt málefni sem skipta löndin miklu og í raun heiminn allan. Á ráðstefnunni í Reykjavík var meðal annars rætt hvernig menntakerfi gætu ýtt undir skapandi hugsun, hvernig hönnun getur nýst á ýmsum sviðum, með hvaða hætti hægt er að standa að nýsköpun í opinberum rekstri, t.d. í flóknum kerfum, svo sem heilbrigðiskerfum og skattkerfum, og hvernig hægt er að nota tækninýjungar til að hjálpa til við skipulag, þróun og rekstur borgarsamfélaga. Ásamt forsætisráðherrunum tók fjöldi sérfræðinga þátt í ráðstefnunni, þar af ríflega 40 frá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Um var að ræða bæði forstjóra stórra fyrirtækja, svo sem dönsku risanna Lego og ATP, en einnig forsvarsmenn minni fyrirtækja og sprotafyrirtækja og fulltrúa frá opinberum stofnunum. Á vefnum https://nff2015.is/ eru allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna. Þar má nálgast umfjöllun um sérfræðingana, greinar um þemun, samantekt af málstofum o.fl. Áformað er að næsta ráðstefna verði haldinn í Noregi að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu komu saman í Reykjavík forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á ráðstefnuna Northern Future Forum (NFF) í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrsta ráðstefnan undir þessu heiti var haldin í London 2011 að frumkvæði David Cameron, forsætisráðherra Breta, og þær hafa síðan verið haldnar í Stokkhólmi, Ríga og Helsinki. Það sem gerir NFF-ráðstefnuna óvenjulega er að þar setjast ráðherrarnir niður, tveir til þrír saman, í litlum málstofum með sérfræðingum frá löndunum og ræða framtíðina með hliðsjón af tilteknum þemum. Undirliggjandi markmið ráðstefnunnar er að greina hvaða leiðir eru mögulegar til auka vöxt og viðgang viðkomandi samfélaga og skoða hvað við getum lært hvert af öðru. Ráðherrarnir hlusta, taka þátt í umræðum og fara heim með hugmyndir um leiðir til samfélagsumbóta. Þau samskipti sem fram fara á NFF og sú jákvæða nálgun sem notuð er til þess að horfa til framtíðarinnar gerir ráðstefnuna að einstökum viðburði. Í ár var horft til tveggja þátta, annars vegar vaxtar og viðgangs skapandi greina og hins vegar nýsköpunar í opinberum rekstri. Áður hafa á fundunum verið rædd málefni eins og hvernig menntakerfið styður við nýsköpun, græna hagkerfið og hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Allt málefni sem skipta löndin miklu og í raun heiminn allan. Á ráðstefnunni í Reykjavík var meðal annars rætt hvernig menntakerfi gætu ýtt undir skapandi hugsun, hvernig hönnun getur nýst á ýmsum sviðum, með hvaða hætti hægt er að standa að nýsköpun í opinberum rekstri, t.d. í flóknum kerfum, svo sem heilbrigðiskerfum og skattkerfum, og hvernig hægt er að nota tækninýjungar til að hjálpa til við skipulag, þróun og rekstur borgarsamfélaga. Ásamt forsætisráðherrunum tók fjöldi sérfræðinga þátt í ráðstefnunni, þar af ríflega 40 frá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Um var að ræða bæði forstjóra stórra fyrirtækja, svo sem dönsku risanna Lego og ATP, en einnig forsvarsmenn minni fyrirtækja og sprotafyrirtækja og fulltrúa frá opinberum stofnunum. Á vefnum https://nff2015.is/ eru allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna. Þar má nálgast umfjöllun um sérfræðingana, greinar um þemun, samantekt af málstofum o.fl. Áformað er að næsta ráðstefna verði haldinn í Noregi að ári.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun