Innlent

Björgunarsveitin var kvödd til

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þorsteinn Tryggvi Másson við eitt bjargið sem hrundi úr Ingólfsfjalli á fimmtudag.
Þorsteinn Tryggvi Másson við eitt bjargið sem hrundi úr Ingólfsfjalli á fimmtudag. Mynd/Björgunarfélag Árborgar
Talsvert grjót hrundi úr hlíðum Ingólfsfjalls við Alviðru skammt frá Tannastöðum á fimmtudag. Að beiðni lögreglu fóru félagar úr Björgunarfélagi Árborgar að Alviðru til þess að kanna aðstæður. Um tíu manns gengu úr skugga um að ekki hefðu orðið slys á fólki.

Á vef björgunarfélagsins er bent á að steinarnir sem hrundu úr fjallinu séu stórir og fólk beðið að fara varlega við göngu þar og vera vakandi fyrir hruni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×