Ljóst er hvaða kylfingar mætast í undanúrslitaviðureign kvenna á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni sem nú stendur yfir á Jaðarsvelli á Akureyri.
Signý Arnórsdóttir, GK, vann Helgu Kristínu Einarsdóttir, úr NK, með 4/2. Anna Sólveig Snorradóttir vann Berglindi Björnsdóttir 3/2.
Heiða Guðnadóttir úr GM mætir Signý Arnarsdóttir úr GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR mætir Önnu Sólveigu Snorardóttir úr GK í undanúrslitunum. Signý getur unnið keppnina í þriðja skiptið.
Ólafía lagði Tinnu Jóhannsdóttur úr GK í morgun í riðlakeppni í úrslitaleik um hvor þeirra færi í undanúrslit, en Tinna hafði titil að verja á mótinu.
Signý getur unnið í þriðja skiptið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Átta mánaða gamall með Íslandi á EM
Fótbolti

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Íslenski boltinn

Partey ákærður fyrir nauðgun
Fótbolti
