Þegar rökin skortir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. október 2015 07:00 Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa farið fram umræður í fjölmiðlum um skipun hæstaréttardómara og þá meðal annars hvort umsækjendur af kvenkyni skuli njóta forgangs til slíkra embætta þar sem nú sitji einungis ein kona í réttinum en átta karlmenn. Ég hef látið í ljósi þá skoðun að velja eigi úr hópi umsækjenda eftir hæfni og að óheimilt sé að láta kynferði þeirra koma þar við sögu. Þessi skoðun er byggð á ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar um jafnrétti þar sem meðal annars segir að konur og karlar skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“. Hef ég þá bent á að mannréttindin sem vernduð eru í stjórnarskránni séu bundin við einstaklinga en ekki hópa. Það yrði því brotinn réttur á umsækjanda af karlkyni ef kvenumsækjandi yrði tekinn fram yfir hann vegna kynferðis síns. Mér finnst þessi lögskýring svo augljós að ekki ætti að þurfa um hana að deila.Einföld og augljós rökleiðsla Svo er að sjá sem sumu fólki mislíki þessi skýring á stjórnarskrá. Ég hef að vísu ekki séð nein rök fyrir því að hún sé röng. Það er frekar svo að sjá að fólkið vilji haga þessu á annan veg, það er að segja að vilji þess standi til þess að mismuna eftir kynferði vegna þess að jafna þurfi hlutföll kynjanna í réttinum. Ég hef þá bent á að regla um að hæfnin ein skuli ráða gæti allt eins leitt til þess að rétturinn yrði skipaður níu konum. Ekkert væri við það að athuga. Væru þeir hæfustu sem kostur væri á allir kvenkyns ætti þetta að verða niðurstaðan. Þar sem karlar og konur skuli „njóta jafns réttar í hvívetna“ yrði þá óheimilt að velja karla á grundvelli kynferðis þeirra til að jafna kynjastöðuna í réttinum. Þessi rökleiðsla er einföld og augljós. Við því var að búast að vígreifir málflytjendur „kvennabaráttunnar“ myndu vilja mæla gegn þessum sjónarmiðum. Það hefur orðið raunin. Þegar þeir finna ekki rökin gegn þessari einföldu lögskýringu fara þeir niður í skotgrafir sínar og taka að veitast að þeim sem á hana benda með fúkyrðaflaumi. Þannig skrifar Sif Sigmarsdóttir til dæmis grein í Fréttablaðið 24. október. Að loknum inngangi um körtur í Ástralíu og bílaframleiðslu vestanhafs, sem varla hefur mikla þýðingu fyrir umræðuefnið, segir hún þetta: „Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um.“Fúkyrði Ekki veit ég hvort höfundur telur það bæta málstað sinn að ryðja úr sér fúkyrðum af þessu tagi um þá sem hún virðist vera ósammála. Það er mikill ósiður í umræðum um þjóðfélagsmál þegar þátttakendur geta ekki haldið sig við málefnið sem er til umræðu og taka að sóða úr sér orðum af því tagi sem hér var raunin. Þetta er auðvitað oftast einungis til marks um að höfundurinn kann ekki rök fyrir afstöðu sinni. Þá verður að grípa til svona úrræða. Allt er þetta frekar aumkunarvert og segir auðvitað enga sögu nema um þann sem talar. Og svona til áréttingar læt ég uppi þá skoðun mína að ég sé meiri stuðningsmaður jafnréttis kynjanna en Sif Sigmarsdóttir. Það er vegna þess að ég hafna því að láta megi menn njóta misjafns réttar eftir því hvoru kyninu þeir tilheyra, því konur og karlar eiga að „njóta jafns réttar í hvívetna“. Þetta finnst fornfálegu froskdýrinu bæði einfalt og fagurt.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun