Innlent

Skátar biðja um milljónir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 2012.
Frá Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 2012. Fréttablaðið/Daníel
Mótsstjórn Landsmóts skáta og Bandalag íslenskra skáta vilja að Grímsness- og Grafningshreppur leggi þeim til sem svarar um fimm milljónum króna vegna landsmótsins og mótsins World Scout Moot.

Sveitarstjórnin hefur þegar hafnað ósk um að veita tveggja milljóna styrk og 700 þúsund krónur að auki í kvöldverðarboð vegna landsmótsins sem verður sumarið 2016 á Úlfljótsvatni.

Afgreiðslu á tveggja milljóna króna styrkbeiðni skátanna vegna World Scout Moot á árinu 2017 var hins vegar frestað á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar. Ofan á þann styrk biðja skátarnir um 500 króna framlag á hvern þátttakanda til að bjóða þeim „Eina með öllu“. Þar að auki óska skátarnir eftir að fá frítt í sund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×