Bílastæðasjóður hafði 600 þúsund krónur af Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2015 15:06 Meðan Sjálfstæðismenn hlustuðu á foringja sinn, Bjarna Benediktsson, voru stöðuverðir að gefa út sektarmiða á bíla þeirra. Um helgina, meðan Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram, voru gefnir út í Laugardalnum 60 sektarmiðar vegna stöðubrota. Þetta kemur fram í svari Kolbrúnar Jónatansdóttur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs. Tuttugu stöðubrot voru skrifuð af lögreglu síðdegis á föstudag síðastliðinn í nágrenni Laugardalshallar, þar sem fundurinn var haldinn. Á laugardag gáfu stöðuverðir út 15 sektarmiða. „Og 25 stöðubrot voru skrifuð af stöðuvörðum mínum á sunnudag,“ segir Kolbrún.Þann 1. ágúst voru stöðubrotsgjöld hækkuð og er sektin 10 þúsund krónur vegna stöðubrots til dæmis vegna lagningar bifreiðar á gangstétt, gangbraut, vegamótum, í stæði fyrir hópbifreiðar eða þar sem umferðarmerki gefur til kynna bann við lagningu/stöðvun bifreiðar. Þetta þýðir þá að Sjálfstæðismenn eru að borga samanlagt 600 þúsund krónur í stöðubrotasektir, nú eftir helgina.Kolbrún hefur litla samúð með lögbrjótunum en sektargreiðslurnar renna í Bílastæðasjóð og svo er þeim varið í uppbyggingu bílastæðahúsa.Fjöldi sekta við Laugardalinn er athyglisverður í ljósi þess að nú, í þessum mánuði, hafa aðeins 59 umferðarlagabrot verið kærð til embættis ríkislögreglustjóra en meðaltal kæranna í október árin 2010-2014 eru 1625 kærur. Mbl greinir frá þessu og samkvæmt heimildum þar á bæ eru lögreglumenn „hættir að sekta fyrir flest umferðarlagabrot og er frumkvæðisvinna lítil sem engin. Í september sl. voru kærurnar 574 talsins en fyrir september árin 2010-2014 voru kærurnar að meðaltali 1617 talsins.“ Þetta er liður í kjarabaráttu lögreglumanna en svo er að sjá að þeir hafi, þrátt fyrir það, haft sig í að grípa í sektarblokkina þegar Sjálfstæðismenn voru í Laugardalnum. Kolbrún segir spurð að það hafi ekki verið svo að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi gefið út sérstakar ordrur; að sekta nú Sjálfstæðismennina þeim til hrellingar og svo til bjargar slæmri rekstarstöðu Reykjavíkurborgar? „Nei, hann gefur engar ordrur. Hér gefur enginn neinar ordrur nema þá ég, þegar ég er að segja fólkinu að vinna vinnuna sína. Þetta rennur í Bílastæðasjóð og svo í uppbyggingu bílastæðahúsa þannig að við getum ekki einu sinni lagað stöðu borgarsjóðs.“ Ekki er á Kolbrúnu að heyra að hún hafi mikla samúð með lögbrjótum í Laugardalnum nú um helgina. „Þarna eru 1800 stæði. Það er mikið verið að leggja ólöglega þarna innfrá. En, það eru alltaf bara örfáir metrar í næsta bílastæði.“ Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Ítrekað sektuð fyrir að leggja fellihýsi sínu á eigin lóð Íbúi í Breiðholti hefur ítrekað verið sektuð fyrir að leggja felllihýsi sínu á grasbletti á eigin lóð. Bílastæðasjóður segist telja að hún þurfi leyfi frá byggingarfulltrúa. 3. september 2015 14:00 Dagur hótar enn hærri sekt en 20.000 krónum fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða "Förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði“ 9. júlí 2015 15:18 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Um helgina, meðan Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram, voru gefnir út í Laugardalnum 60 sektarmiðar vegna stöðubrota. Þetta kemur fram í svari Kolbrúnar Jónatansdóttur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs. Tuttugu stöðubrot voru skrifuð af lögreglu síðdegis á föstudag síðastliðinn í nágrenni Laugardalshallar, þar sem fundurinn var haldinn. Á laugardag gáfu stöðuverðir út 15 sektarmiða. „Og 25 stöðubrot voru skrifuð af stöðuvörðum mínum á sunnudag,“ segir Kolbrún.Þann 1. ágúst voru stöðubrotsgjöld hækkuð og er sektin 10 þúsund krónur vegna stöðubrots til dæmis vegna lagningar bifreiðar á gangstétt, gangbraut, vegamótum, í stæði fyrir hópbifreiðar eða þar sem umferðarmerki gefur til kynna bann við lagningu/stöðvun bifreiðar. Þetta þýðir þá að Sjálfstæðismenn eru að borga samanlagt 600 þúsund krónur í stöðubrotasektir, nú eftir helgina.Kolbrún hefur litla samúð með lögbrjótunum en sektargreiðslurnar renna í Bílastæðasjóð og svo er þeim varið í uppbyggingu bílastæðahúsa.Fjöldi sekta við Laugardalinn er athyglisverður í ljósi þess að nú, í þessum mánuði, hafa aðeins 59 umferðarlagabrot verið kærð til embættis ríkislögreglustjóra en meðaltal kæranna í október árin 2010-2014 eru 1625 kærur. Mbl greinir frá þessu og samkvæmt heimildum þar á bæ eru lögreglumenn „hættir að sekta fyrir flest umferðarlagabrot og er frumkvæðisvinna lítil sem engin. Í september sl. voru kærurnar 574 talsins en fyrir september árin 2010-2014 voru kærurnar að meðaltali 1617 talsins.“ Þetta er liður í kjarabaráttu lögreglumanna en svo er að sjá að þeir hafi, þrátt fyrir það, haft sig í að grípa í sektarblokkina þegar Sjálfstæðismenn voru í Laugardalnum. Kolbrún segir spurð að það hafi ekki verið svo að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi gefið út sérstakar ordrur; að sekta nú Sjálfstæðismennina þeim til hrellingar og svo til bjargar slæmri rekstarstöðu Reykjavíkurborgar? „Nei, hann gefur engar ordrur. Hér gefur enginn neinar ordrur nema þá ég, þegar ég er að segja fólkinu að vinna vinnuna sína. Þetta rennur í Bílastæðasjóð og svo í uppbyggingu bílastæðahúsa þannig að við getum ekki einu sinni lagað stöðu borgarsjóðs.“ Ekki er á Kolbrúnu að heyra að hún hafi mikla samúð með lögbrjótum í Laugardalnum nú um helgina. „Þarna eru 1800 stæði. Það er mikið verið að leggja ólöglega þarna innfrá. En, það eru alltaf bara örfáir metrar í næsta bílastæði.“
Tengdar fréttir Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43 Ítrekað sektuð fyrir að leggja fellihýsi sínu á eigin lóð Íbúi í Breiðholti hefur ítrekað verið sektuð fyrir að leggja felllihýsi sínu á grasbletti á eigin lóð. Bílastæðasjóður segist telja að hún þurfi leyfi frá byggingarfulltrúa. 3. september 2015 14:00 Dagur hótar enn hærri sekt en 20.000 krónum fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða "Förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði“ 9. júlí 2015 15:18 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur "Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“ 6. október 2015 15:43
Ítrekað sektuð fyrir að leggja fellihýsi sínu á eigin lóð Íbúi í Breiðholti hefur ítrekað verið sektuð fyrir að leggja felllihýsi sínu á grasbletti á eigin lóð. Bílastæðasjóður segist telja að hún þurfi leyfi frá byggingarfulltrúa. 3. september 2015 14:00
Dagur hótar enn hærri sekt en 20.000 krónum fyrir að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða "Förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði“ 9. júlí 2015 15:18