Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Jón Hákon Haldórsson skrifar 14. október 2015 09:00 Elín Þorsteinsdóttir segir að hver B-hluthafi geti skráð sig fyrir að minnsta kosti 100 þúsund króna hlut. Fréttablaðið/Pjetur Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira