Mýrarljós í loftslagsmálum Sigríður Á. Andersen skrifar 1. desember 2015 07:00 Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigríður Á. Andersen Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu losunar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%. Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á loftslagsráðstefnu. Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Það er því mjög miður að í upplýsingum sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjölmiðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæmustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi sögð vera núll, engin. Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upplýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbílaflotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar. Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar