Landspítali + háskóli = sönn ást Sæmundur Rögnvaldsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári stunduðu 1.293 háskólanemar á 22 mismunandi námsbrautum nám sitt á Landspítala. Ég var einn þessara nema og fyrir okkur er Landspítali ekki bara sjúkrahús heldur kennslustofa og þjálfunaraðstaða. Á Landspítala hef ég lært flest það mikilvæga sem ég kann í læknisfræði, að tala við mjög veikt og kvíðið fólk, sauma sár, velja réttu sýklalyfin og margt fleira. Ég gerði BS-rannsóknina mína við Landspítala líkt og hundruð annarra nema sem skila BS-, BA-, meistara- eða doktorsritgerð í HÍ og HR á hverju ári. Þar þróaði ég setninguna „Ég sé að þú hefur fengið stærsta herbergið“ til að kæta þá sem þurftu að liggja á ganginum vegna plássleysis og þar hef ég séð að ástandið er algjörlega óviðunandi.Vanrækt aðalatriði í umræðunni Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðarmál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem m.a. tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana. Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað.Háskólasjúkrahús er betra sjúkrahús Ég skynjaði það fljótt að Landspítali er háskólasjúkrahús. Kennslan er metnaðarfull og í fyrirlestrum mátti líta gröf og tilvitnanir úr tímamótarannsóknum eftir kennarann. Mér varð ljóst að á Landspítala er öflugt þekkingarsamfélag á heimsmælikvarða. Kennsla leiðir af sér nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks auk þess sem hún viðheldur þekkingu kennaranna. Vísindastarf skilar nýrri þekkingu til sjúklinga mörgum árum áður en hún ratar í kennslubækur. Margir heilbrigðisstarfsmenn starfa því bæði fyrir háskóla sem kennarar og vísindamenn og fyrir spítala sem heilbrigðisstarfsfólk. Þannig sinna þau tveimur störfum sem tvinnast í eitt á Landspítala og geta veitt þjónustu sem ekki fengist með öðrum hætti.Nálægð skiptir máli Nálægð sjúkrahúss og háskóla er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi. Það er ómetanlegt fyrir sjúkrahús að vera huglægur hluti af háskóla en ávinningurinn er illa áþreifanlegur. Samnýting tækjabúnaðar, persónulegar og stuttar boðleiðir og auðvelt aðgengi að sjúklingum, starfsfólki og rannsóknargögnum eru hins vegar afar áþreifanleg dæmi um þætti sem krefjast nálægðar og skerðast ef spítali og háskóli eru færðir í sundur. Nú rís þekkingarklasi í Vatnsmýrinni þar sem HÍ, HR, DeCode og Alvogen ryðja veginn fyrir heilbrigðistengda nýsköpun á Íslandi. Með nánu samstarfi við þessa aðila skapast gríðarleg tækifæri fyrir heilbrigðiskerfi og efnahag sem skerðast til mikilla muna með aukinni fjarlægð. Þess vegna leitast öll helstu háskólasjúkrahús í heimi við að umkringja sig svipuðum þekkingarklasa og þeim sem rís nú í Vatnsmýrinni.Farsæl sambúð í stað fjarbúðar Landspítali er undirstaða menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum á Íslandi. Á þannig stofnun vil ég starfa. Það er staðreynd að stór hluti HÍ verður að vera á sama stað og Landspítali ef ekki á að draga úr þjónustu, rannsóknarstarfi og samþættingu rannsókna og klínískrar starfsemi. Þetta er ekki aukaatriði eins og sumir vilja meina. Þetta er aðalatriði sem ekki má líta framhjá. Sjúklingurinn er í fyrsta sæti og með því að setja rannsóknir og menntun í öndvegi tryggjum við öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga dagsins í dag og sjúklinga framtíðarinnar. Þetta fæst ekki með fjarbúð. Þetta fæst með sambúð tveggja stofnana sem eru svona svakalega skotnar hvor í annarri.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun