Trúin og auðhyggjan Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Trúarbrögðin eru kjölfesta í menningu þjóða og móta siðrænt gildismat. Á Íslandi er það kristinn siður. Mikið hefur verið fjallað og ritað um kristna trú um aldirnar og meira en flest annað í andlegum efnum. Sömuleiðis hefur fátt verið misnotað meira af mönnum um aldir, en sama trú, og oft verið hafnað með látum. Þá er vandfundin þjóð á spjöldum sögunnar án trúarbragða. T.d. í Norður-Kóreu ríkir valdboðin trú þar sem leiðtoginn er tilbeðinn samkvæmt þrautskipulögðu kerfi. Því hef ég kynnst með heimsókn til landsins. Um aldir hafa birst stórar fyrirsagnir í orðastað nafntogaðra manna um víða jörð sem lýstu yfir, að trúin væri dauð af því að enginn Guð sé til. Og enn er það boðað og krafist hlýðni við það í þjóðlífinu, jafnvel með opinberu valdboði. Það einkennir þessar fyrirsagnir, að þeim vex helst fiskur um hrygg, þegar auðhyggjan herjar og sumt sýnist í vellystingum á yfirborðinu. Þá getur verið freistandi að afneita Guði. Og einmitt í slíku umhverfi getur kristin trú virst hallærisleg, Guð gamaldags og íhaldssamur, og kirkjan steinrunnin úr takti við sveiflu auðhyggjunnar. Það er mikill munur á því að glíma við mannlega efahyggju og láta sér fátt um Guð finnast, eða eiga sér þá hugsjón æðsta að berjast gegn kirkju og kristinni trú. Hvaða áhrif myndi það hafa á velfarnað okkar, ef afneitun á Guði yrði að heilagri viðmiðun í gildismati þjóðar?Glamúrinn í auðhyggjunni En það er fleira en trúin, sem glamúrinn í auðhyggjunni skekur. Fjölskyldan og innri friður hennar, fólkið sem minnst eða einskis má sín, félagsstarf sem byggir á mikilli alvöru og hvílir á sjálfboðnum störfum, virðing við manngildin og rækt við réttlætið. Og kannski ábyrgðin og þakklætið líka. Það hefur oft sannast, að erfitt getur reynst að lifa allsnægtir af eins og skortinn. Dýrkeypt reynsla okkar af efnahagshruni er til vitnis um það. Hagsældin er dýrmæt, en gerir miklar kröfur um að rækta virðingu við mannréttindi. Hugsjón kristinnar trúar er að blómga lífið á öllum sviðum, deila kjörum saman og virða lífsrétt allra manna; og flæðir um menningu og stjórnmál. Það er áskorun gegn auðhyggju sem elur á sérgæsku og dekrar við lýðskrumið. Einnig er talsvert áræði fólgið í því að spegla sig í orði Guðs sem kallar til réttlætis og kærleika. Myndin sem birtist þá af sjálfum mér gæti verið löskuð. Er það vont fyrir stundarhagsmuni, einfaldast að neita tilvist Guðs og boða tilbeiðslu á sjálfum sér? Það reyndu sumir leiðtogar heimsins og þóttust samt vera með ástina á vörum, en lyktaði oftast illa og stundum með skelfilegum afleiðingum. Það skiptir máli hvernig þjóð virðir trú sína og ræktar siðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Trúarbrögðin eru kjölfesta í menningu þjóða og móta siðrænt gildismat. Á Íslandi er það kristinn siður. Mikið hefur verið fjallað og ritað um kristna trú um aldirnar og meira en flest annað í andlegum efnum. Sömuleiðis hefur fátt verið misnotað meira af mönnum um aldir, en sama trú, og oft verið hafnað með látum. Þá er vandfundin þjóð á spjöldum sögunnar án trúarbragða. T.d. í Norður-Kóreu ríkir valdboðin trú þar sem leiðtoginn er tilbeðinn samkvæmt þrautskipulögðu kerfi. Því hef ég kynnst með heimsókn til landsins. Um aldir hafa birst stórar fyrirsagnir í orðastað nafntogaðra manna um víða jörð sem lýstu yfir, að trúin væri dauð af því að enginn Guð sé til. Og enn er það boðað og krafist hlýðni við það í þjóðlífinu, jafnvel með opinberu valdboði. Það einkennir þessar fyrirsagnir, að þeim vex helst fiskur um hrygg, þegar auðhyggjan herjar og sumt sýnist í vellystingum á yfirborðinu. Þá getur verið freistandi að afneita Guði. Og einmitt í slíku umhverfi getur kristin trú virst hallærisleg, Guð gamaldags og íhaldssamur, og kirkjan steinrunnin úr takti við sveiflu auðhyggjunnar. Það er mikill munur á því að glíma við mannlega efahyggju og láta sér fátt um Guð finnast, eða eiga sér þá hugsjón æðsta að berjast gegn kirkju og kristinni trú. Hvaða áhrif myndi það hafa á velfarnað okkar, ef afneitun á Guði yrði að heilagri viðmiðun í gildismati þjóðar?Glamúrinn í auðhyggjunni En það er fleira en trúin, sem glamúrinn í auðhyggjunni skekur. Fjölskyldan og innri friður hennar, fólkið sem minnst eða einskis má sín, félagsstarf sem byggir á mikilli alvöru og hvílir á sjálfboðnum störfum, virðing við manngildin og rækt við réttlætið. Og kannski ábyrgðin og þakklætið líka. Það hefur oft sannast, að erfitt getur reynst að lifa allsnægtir af eins og skortinn. Dýrkeypt reynsla okkar af efnahagshruni er til vitnis um það. Hagsældin er dýrmæt, en gerir miklar kröfur um að rækta virðingu við mannréttindi. Hugsjón kristinnar trúar er að blómga lífið á öllum sviðum, deila kjörum saman og virða lífsrétt allra manna; og flæðir um menningu og stjórnmál. Það er áskorun gegn auðhyggju sem elur á sérgæsku og dekrar við lýðskrumið. Einnig er talsvert áræði fólgið í því að spegla sig í orði Guðs sem kallar til réttlætis og kærleika. Myndin sem birtist þá af sjálfum mér gæti verið löskuð. Er það vont fyrir stundarhagsmuni, einfaldast að neita tilvist Guðs og boða tilbeiðslu á sjálfum sér? Það reyndu sumir leiðtogar heimsins og þóttust samt vera með ástina á vörum, en lyktaði oftast illa og stundum með skelfilegum afleiðingum. Það skiptir máli hvernig þjóð virðir trú sína og ræktar siðinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar