Tónleikaferðalög oft í mínus fyrstu tvö til fjögur árin Sæunn Gísladóttir skrifar 2. desember 2015 16:53 María Rut Reynisdóttir er umboðsmaður Ásgeirs Trausta. Aðsend mynd Tónleikaferðalög eru ekkert endilega að gefa vel af sér fyrstu árin, þar sem þau eru mjög kostnaðarsöm. „Mér finnst því oft mikil einföldun að segja að nú verði hljómsveitir bara að túra til að fá einhverja peninga inn, því það gerist ekkert nema mikil eftirspurn sé til staðar frá tónleikahöldurum og aðdáendum og án þó nokkurrar fórnar fyrst um sinn,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og dj. flugvélar og geimskips. „Það er allt gott og blessað og gengur vel þegar þú ert kominn á ákveðinn stað og getur spilað á mjög stórum tónleikum, þá fer þetta kannski að gefa vel í aðra hönd,“ segir María. Fram að því getur hins vegar tekið mörg ár að koma sér yfir núllið vegna tónleikaferðalaga. „Í flestum tilfellum eru hljómsveitir að tapa á tónleikaferðum fyrstu árin og því skiptir gott „tour support“ frá útgáfufyrirtæki máli,“ segir María. Hún bendir á að þetta haldist allt í hendur: „Með minnkandi plötusölu og meiri erfiðleikum á þeim markaði eiga útgáfufyrirtæki erfiðara uppdráttar og gera því „verri“ samninga við hljómsveitir.Kostnaðurinn við túrinn miklu hærri en tekjurÞað segir sig sjálft að það er mjög dýrt fyrir til dæmis fimm manna hljómsveit að fara um allan heim til að fylgja eftir plötu. Gisting, ferðalög og að borga „crewinu“ laun, er kostnaðarsamt,“ segir María. „Í upphafi þegar þú ert að spila á litlum tónleikum er kostnaðurinn samt sem áður mikill. Þetta helst engan veginn í hendur, kostnaðurinn við túrinn er miklu hærri en tekjurnar af tónleikahaldi og þá ertu háður þessu „tour support“ frá útgáfufyrirtækinu.“ Þegar hljómsveitir gera samning við erlent plötufyrirtæki fá þær ákveðna upphæð í „tour support“. Plötufyrirtækin hafa verið að lækka það með verri afkomu. „Ég veit um mörg dæmi þess að hljómsveitir eru í mörg ár að koma sér upp fyrir núllið á tónleikaferðum,“ segir María en bendir jafnframt á að samsetning hljómsveitar skipti máli í því samhengi, þeim mun minna teymi, þeim mun ódýrara sé ferðalagið.Aukin kostnaður með stærri tónleikastöðumÞað að verða stærra nafn skili ekki endilega meiri hagnaði þar sem meiri kostnaður fylgi í kjölfarið. Þá stækki tónleikastaðirnir og þá sé þörf á fleiri græjum, og starfsmönnum til dæmis. „Fyrstu árin ertu yfirleitt í mínus á heildina litið eftir túra. Það getur tekið tvö til fjögur ár að komast yfir núllið, jafnvel þó plötusala hafi gengið vel í byrjun," segir María. „Þetta getur þó breyst mjög hratt með eftirspurn og meiri velgengni. Þegar þú ert kominn á ákveðið level af velgengni geta tónleikaferðalögin alveg gefið af sér, þá ertu farinn að spila á töluvert stærri tónleikum og farinn að fá há tilboð.“ Aðrir tekjuliðir sem skipta máli er sala á tónlist í kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og svo framvegis. „Hljómsveit þarf þó að vera komin á ákveðinn stað til að fá mikið greitt fyrir slíka sölu því oft er gamla trixið notað – þetta sé svo frábær kynning fyrir listamanninn,“ segir María. „Sala á varningi er líka tekjuhlið en það fer svolítið eftir hljómsveitum og samsetningu aðdáendahópsins hversu vel hljómsveitum gengur á þeim velli. Sumar hljómsveitir eiga mun auðveldara með það, til dæmis er mikil hefð fyrir varningi innan þungarokks. Svo kemur það aftur inn á hversu stórar hljómsveitir eru orðnar, þeim mun stærri sem þú ert þeim mun meira geturðu lagt í varninginn þinn og boðið upp á vandað og skemmtilegt úrval sem aðdáendur vilja kaupa,“ segir María. Tengdar fréttir Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tónleikaferðalög eru ekkert endilega að gefa vel af sér fyrstu árin, þar sem þau eru mjög kostnaðarsöm. „Mér finnst því oft mikil einföldun að segja að nú verði hljómsveitir bara að túra til að fá einhverja peninga inn, því það gerist ekkert nema mikil eftirspurn sé til staðar frá tónleikahöldurum og aðdáendum og án þó nokkurrar fórnar fyrst um sinn,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta og dj. flugvélar og geimskips. „Það er allt gott og blessað og gengur vel þegar þú ert kominn á ákveðinn stað og getur spilað á mjög stórum tónleikum, þá fer þetta kannski að gefa vel í aðra hönd,“ segir María. Fram að því getur hins vegar tekið mörg ár að koma sér yfir núllið vegna tónleikaferðalaga. „Í flestum tilfellum eru hljómsveitir að tapa á tónleikaferðum fyrstu árin og því skiptir gott „tour support“ frá útgáfufyrirtæki máli,“ segir María. Hún bendir á að þetta haldist allt í hendur: „Með minnkandi plötusölu og meiri erfiðleikum á þeim markaði eiga útgáfufyrirtæki erfiðara uppdráttar og gera því „verri“ samninga við hljómsveitir.Kostnaðurinn við túrinn miklu hærri en tekjurÞað segir sig sjálft að það er mjög dýrt fyrir til dæmis fimm manna hljómsveit að fara um allan heim til að fylgja eftir plötu. Gisting, ferðalög og að borga „crewinu“ laun, er kostnaðarsamt,“ segir María. „Í upphafi þegar þú ert að spila á litlum tónleikum er kostnaðurinn samt sem áður mikill. Þetta helst engan veginn í hendur, kostnaðurinn við túrinn er miklu hærri en tekjurnar af tónleikahaldi og þá ertu háður þessu „tour support“ frá útgáfufyrirtækinu.“ Þegar hljómsveitir gera samning við erlent plötufyrirtæki fá þær ákveðna upphæð í „tour support“. Plötufyrirtækin hafa verið að lækka það með verri afkomu. „Ég veit um mörg dæmi þess að hljómsveitir eru í mörg ár að koma sér upp fyrir núllið á tónleikaferðum,“ segir María en bendir jafnframt á að samsetning hljómsveitar skipti máli í því samhengi, þeim mun minna teymi, þeim mun ódýrara sé ferðalagið.Aukin kostnaður með stærri tónleikastöðumÞað að verða stærra nafn skili ekki endilega meiri hagnaði þar sem meiri kostnaður fylgi í kjölfarið. Þá stækki tónleikastaðirnir og þá sé þörf á fleiri græjum, og starfsmönnum til dæmis. „Fyrstu árin ertu yfirleitt í mínus á heildina litið eftir túra. Það getur tekið tvö til fjögur ár að komast yfir núllið, jafnvel þó plötusala hafi gengið vel í byrjun," segir María. „Þetta getur þó breyst mjög hratt með eftirspurn og meiri velgengni. Þegar þú ert kominn á ákveðið level af velgengni geta tónleikaferðalögin alveg gefið af sér, þá ertu farinn að spila á töluvert stærri tónleikum og farinn að fá há tilboð.“ Aðrir tekjuliðir sem skipta máli er sala á tónlist í kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og svo framvegis. „Hljómsveit þarf þó að vera komin á ákveðinn stað til að fá mikið greitt fyrir slíka sölu því oft er gamla trixið notað – þetta sé svo frábær kynning fyrir listamanninn,“ segir María. „Sala á varningi er líka tekjuhlið en það fer svolítið eftir hljómsveitum og samsetningu aðdáendahópsins hversu vel hljómsveitum gengur á þeim velli. Sumar hljómsveitir eiga mun auðveldara með það, til dæmis er mikil hefð fyrir varningi innan þungarokks. Svo kemur það aftur inn á hversu stórar hljómsveitir eru orðnar, þeim mun stærri sem þú ert þeim mun meira geturðu lagt í varninginn þinn og boðið upp á vandað og skemmtilegt úrval sem aðdáendur vilja kaupa,“ segir María.
Tengdar fréttir Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tónlistarmenn eins og sprotafyrirtæki Sigtryggur Baldursson segir hljómsveitaflóruna aldrei hafa verið eins fjölbreytta hér á landi. 2. desember 2015 16:50