Að græða með verkefnastjórnun Björg Ágústsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:00 Verkefnastjórnun er orðið nokkuð vel þekkt hugtak. Verkefnastjórnun er beitt í æ ríkari mæli á ólíkum sviðum mannlegrar athafnasemi. Hugtakið hljómar svo vel að það er meðal annars notað um ný störf og verk sem oft eiga fátt skylt með verkefnastjórnun. En hvert er inntak verkefnastjórnunar? Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaverkefnastjórnunarsambandsins IPMA er verkefnastjórnun í senn áætlun, skipulagning, eftirlit með og stýring á öllum þáttum verkefnis. Ennfremur sú samhæfing, stjórnun og forysta sem þarf til að ná markmiðum verkefnisins örugglega og innan samþykktra viðmiða, svo sem um tíma, kostnað og gæði. Verkefnastjórnun byggir á ýmsum gagnlegum aðferðum og verkfærum. Sum eru aðallega tæknileg, en snertiflöturinn við mannleg samskipti er þó sjaldnast langt undan.Hvar nýtist verkefnastjórnun? Stutta svarið er: Alls staðar - ef verkefnum er til að dreifa. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa síðustu árin verið þróaðar þannig að þær nýtist á ólíkum sviðum við fjölbreyttar aðstæður. Alþjóðlegar hæfniskröfur til verkefnastjóra miða sömuleiðis að því að þeir geti beitt þekkingu sinni í ólíku samhengi, meða annars í ólíkum löndum. Sérhæfing hefur þó líka þróast innan verkefnastjórnunar, til dæmis á sviði lögfræði (legal project management). Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa séð hag í að nýta faglega aðferðafræði verkefnastjórnunar.Hvernig nýtist verkefnastjórnun? Í fyrirtækjum (orðið nær hér eftir yfir fyrirtæki, stofnun og félagasamtök) getur verkefnastjórnun nýst „alltaf, oft eða stundum“, það er sem grunnaðferð við stjórnun fyrirtækis, til að halda utan um tiltekin viðfangsefni í starfseminni eða um stök verkefni. Jafnvel í viðfangsefnum sem teljast til reglubundinnar starfsemi má sækja gagnlegar aðferðir í smiðju verkefnastjórnunar.Hver er ávinningurinn? Bandaríska verkefnastjórnunarfélagið, PMI, hefur gefið út leiðbeiningar við innleiðingu verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Það metur líklegan ávinning af verkefnastjórnun mestan við framkvæmd stefnu fyrirtækja, þar sem markmiðin séu skipulega tengd við fyrirfram skilgreind verkefni. Innleiðing verkefnastjórnunar, alfarið eða að hluta, geti einnig hjálpað við að auka samkeppnisforskot fyrirtækja, gera starfsemina skilvirkari, auka framleiðni og kostnaðargát og bæta samskipti og ánægju viðskiptavina.Að græða ... Verkefnastjórnun nýtist við að græða það sem miður hefur farið við stjórnun fyrirtækis. Með hagsmunaaðilagreiningu fæst til dæmis yfirsýn yfir þá sem byggja þarf upp samskipti við til frambúðar. Það má græða á verkefnastjórnun þegar skapa á nýjar vörur eða sækja á nýja markaði, t.d. með skilgreiningu markmiða, áhættugreiningu og –stjórnun, eða með því að stýra aðföngum og mannauð með aðferðum verkefnastjórnunar, þar sem við á. Stjórnendur ættu þó að gæta þess að beita verkefnastjórnun í samræmi við þarfir fyrirtækisins og á forsendum þess, en ekki öfugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Verkefnastjórnun er orðið nokkuð vel þekkt hugtak. Verkefnastjórnun er beitt í æ ríkari mæli á ólíkum sviðum mannlegrar athafnasemi. Hugtakið hljómar svo vel að það er meðal annars notað um ný störf og verk sem oft eiga fátt skylt með verkefnastjórnun. En hvert er inntak verkefnastjórnunar? Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaverkefnastjórnunarsambandsins IPMA er verkefnastjórnun í senn áætlun, skipulagning, eftirlit með og stýring á öllum þáttum verkefnis. Ennfremur sú samhæfing, stjórnun og forysta sem þarf til að ná markmiðum verkefnisins örugglega og innan samþykktra viðmiða, svo sem um tíma, kostnað og gæði. Verkefnastjórnun byggir á ýmsum gagnlegum aðferðum og verkfærum. Sum eru aðallega tæknileg, en snertiflöturinn við mannleg samskipti er þó sjaldnast langt undan.Hvar nýtist verkefnastjórnun? Stutta svarið er: Alls staðar - ef verkefnum er til að dreifa. Aðferðir verkefnastjórnunar hafa síðustu árin verið þróaðar þannig að þær nýtist á ólíkum sviðum við fjölbreyttar aðstæður. Alþjóðlegar hæfniskröfur til verkefnastjóra miða sömuleiðis að því að þeir geti beitt þekkingu sinni í ólíku samhengi, meða annars í ólíkum löndum. Sérhæfing hefur þó líka þróast innan verkefnastjórnunar, til dæmis á sviði lögfræði (legal project management). Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa séð hag í að nýta faglega aðferðafræði verkefnastjórnunar.Hvernig nýtist verkefnastjórnun? Í fyrirtækjum (orðið nær hér eftir yfir fyrirtæki, stofnun og félagasamtök) getur verkefnastjórnun nýst „alltaf, oft eða stundum“, það er sem grunnaðferð við stjórnun fyrirtækis, til að halda utan um tiltekin viðfangsefni í starfseminni eða um stök verkefni. Jafnvel í viðfangsefnum sem teljast til reglubundinnar starfsemi má sækja gagnlegar aðferðir í smiðju verkefnastjórnunar.Hver er ávinningurinn? Bandaríska verkefnastjórnunarfélagið, PMI, hefur gefið út leiðbeiningar við innleiðingu verkefnastjórnunar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Það metur líklegan ávinning af verkefnastjórnun mestan við framkvæmd stefnu fyrirtækja, þar sem markmiðin séu skipulega tengd við fyrirfram skilgreind verkefni. Innleiðing verkefnastjórnunar, alfarið eða að hluta, geti einnig hjálpað við að auka samkeppnisforskot fyrirtækja, gera starfsemina skilvirkari, auka framleiðni og kostnaðargát og bæta samskipti og ánægju viðskiptavina.Að græða ... Verkefnastjórnun nýtist við að græða það sem miður hefur farið við stjórnun fyrirtækis. Með hagsmunaaðilagreiningu fæst til dæmis yfirsýn yfir þá sem byggja þarf upp samskipti við til frambúðar. Það má græða á verkefnastjórnun þegar skapa á nýjar vörur eða sækja á nýja markaði, t.d. með skilgreiningu markmiða, áhættugreiningu og –stjórnun, eða með því að stýra aðföngum og mannauð með aðferðum verkefnastjórnunar, þar sem við á. Stjórnendur ættu þó að gæta þess að beita verkefnastjórnun í samræmi við þarfir fyrirtækisins og á forsendum þess, en ekki öfugt.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun