Gera þarf miklu betur í raforkumálum á Vestfjörðum Einar Sveinn Ólafsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun