Gera þarf miklu betur í raforkumálum á Vestfjörðum Einar Sveinn Ólafsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Frekari uppbygging atvinnulífs á Vestfjörðum vegna nýrra fyrirtækja, vaxtar núverandi fyrirtækja og aukins ferðamannastraums kallar ekki aðeins á bættar vegsamgöngur, heldur einnig aukið raforkuöryggi í fjórðungnum, bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Öllum er ljóst að atvinnulífið á svæðinu er smám saman að eflast, svo mjög raunar að mikill skortur er orðinn á íbúðarhúsnæði sem hamlar nú þegar vexti fyrirtækja á svæðinu. Nýlega var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu kalkþörungaverksmiðju á Súðavík. Ástæða þess að Marigot Group (MG), móðurfélag Celtic Sea Minerals, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal skoðar þau áform er að kauptúnið er að mati félagsins kjörinn staður fyrir slíka atvinnustarfsemi. Súðavík er örstutt frá þeim miðum sem verksmiðjan mun sækja hráefni til í Ísafjarðardjúpi, þar eru góðar aðstæður fyrir frekari hafnarframkvæmdir, þar er gott skipulag og framboð á lóðum undir íbúðarhúsnæði svo fátt eitt sé nefnt. Að sjálfsögðu eru þessi áform m.a. háð ásættanlegum niðurstöðum rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Þótt Súðavík hafi orðið fyrir valinu þá geldur kauptúnið fyrir erfiðar vegsamgöngur til höfuðstaðar Vestfjarða þótt vegalengdin sé innan við 20 km. Auk þess er raforkuöryggi á staðnum óviðunandi og eru Súðvíkingar löngu hættir að gera ráð fyrir því að hafa stöðugt ljós í verstu vetrarveðrunum. Úr þessu þarf að bæta, þar eins og víðar á Vestfjörðum.Óviðunandi ástand Niðurstöður skýrslu ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði 2009 til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum leiðir ýmislegt í ljós. Meðal annars að um helmingur fyrirtækja sem svaraði könnun starfshópsins taldi sig hafa orðið fyrir beinu tjóni vegna framleiðslustöðvunar og tjóns á búnaði af völdum rafmagnsleysis. Slagaði samfélagslegur kostnaður af tjóninu hátt í hálfan milljarð króna á ári.Fjármagnið er til Vissulega ber að þakka fyrir það sem gert hefur verið til að bæta þetta ástand. En það sem gert hefur verið er ekki nóg. Það er ekki nóg að styrkja gömul og úr sér gengin staurastæði, endurnýja gamlar línur og setja upp nýja varaaflsstöð í Bolungarvík í stað þeirrar gömlu sem fyrir var. Samkvæmt því sem fram hefur komið kostuðu framkvæmdir við varaflsstöðina og tengingar um tvo milljarða króna. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það verður að tengja saman afhendingarstaði orkufyrirtækjanna á Vestfjörðum með nýjum og öflugum flutningslínum sem fari stystu leiðir milli áfangastaða í stað þess að þræða hæstu heiðar landsins. Til þess að svo megi verða þarf m.a. að leggja sæstreng yfir Arnarfjörð og Dýrafjörð og jafnframt einnig frá Skutulsfirði til Súðavíkur. Fjármagnið er til, það sýna ársreikningar orkufyrirtækjanna meðal annars.Virkjun Hvalár og Glámu Það er mikið fagnaðarefni að HS orka skuli hafa keypt meirihluta hlutafjár í Vesturverki sem reisa vill Hvalárvirkjun sem gæti gefið allt að 150 MW af raforku. Vonandi kemst sem fyrst skriður á áform fyrrtækisins. Það er ennfremur mikilvægt að vinna áfram að útfærslu virkjunar á Glámusvæðinu sem gert er ráð fyrir að geti skilað hátt í 70 MW. Verði af þessum framvæmdum liggur beinast við að tengja raforkukerfi Vestfirðinga við miðlæga flutningskerfi landsmanna og nýta einnig vestfirska raforkuframleiðslu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Ríkisvaldið á öll hlutabréf í Orkubúi Vestfjarða, Landsvirkjun og Landsneti, sem öll sitja á digrum sjóðum. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða í þessum efnum standi vilji til þess að efla atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun