200 ára afmæli Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun