200 ára afmæli Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2015 00:00 Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skoskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf breska og erlenda biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar. Hann hafði mikinn áhuga á því að koma Biblíunni til fólks á þeirra tungumáli enda hafði hann verið einn af frumkvöðlum stofnunar biblíufélaga í Bretlandi og Danmörku. Íslandsheimsókn hans leiddi til þess að rúmu einu ári síðar, eða þann 10. júlí árið 1815, var Hið íslenska Biblíufélag stofnað. Það starfar enn í dag og minnist 200 ára afmælis síns á þessu ári. Í lágreistu húsi við Aðalstræti 10 í Reykjavík, sem mun vera elsta hús Reykjavíkur, var félagið stofnað, sem er elsta starfandi félag landsins. Aðalstræti 10 var þá kallað Biskupsstofan, en þar bjó Geir Vídalín, biskup Íslands, og þar var jafnframt skrifstofa hans. Hlutverk félagsins hefur frá upphafi verið að sjá þjóðinni fyrir hinni helgu bók á íslenskri tungu. Biblíufélagið hefur líka, eins og önnur biblíufélög heimsins, stutt við útgáfu Biblíunnar í öðrum löndum, en „markmið biblíufélaganna er: Að gera öllum kleift að eignast Guðs orð, Biblíuna, á þeirra eigin tungumáli, án kenningalegra skýringa eða túlkana, og á viðráðanlegu verði“ eins og segir á heimasíðu Biblíufélagsins, biblian.is.Mótandi áhrif Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni á íslensku, því allt frá því Oddur Gottskálksson sat í fjósinu í Skálholti og þýddi Nýja-testamentið sem gefið var út árið 1540 hefur Biblían verið þýdd aftur og aftur og nýjustu rannsóknir í biblíu- og þýðingarfræðum hafa verið hafðar til hliðsjónar. Elsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslenska tungu er Biblían sem kennd er við Guðbrand Þorláksson Hólabiskup, sem út kom þar árið 1584. Sú nýjasta er útgáfan árið 2007, sem var gefin út af JPV útgáfu eftir margra ára þýðingarvinnu. Aðrar útgáfur má nefna, t.d. Þorláksbiblíu, Steinsbiblíu og Viðeyjarbiblíu, kenndar við útgefendurna og útgáfustaðinn. „Einhverjum fellur eitthvað í skaut.“ „Rétta einhverjum hjálparhönd.“ „Einhverjum fallast hendur.“ Allt eru þetta orðatiltæki sem eru komin úr Biblíumáli, en þýðingar Biblíunnar og orðfæri hennar hafa haft áhrif á mótun íslensks málfars. Jón G. Friðjónsson tók þau saman og um þau má lesa í hinni fróðlegu bók hans „Rætur málsins“ sem kom út hjá Íslensku bókaútgáfunni árið 1997. Sem trúarrit hefur Biblían haft mótandi áhrif á einstaklinga. Orð hennar hafa huggað og styrkt, veitt gleði og gefið kraft. Þannig er Biblían mörgum kær. Nú er hægt að finna Biblíuna á stafrænu formi á veraldarvefnum, en það er aldrei eins og að halda á bók í hönd, heildarriti. Biblíufélagið heldur áfram að sjá til þess að Biblían sé til á landi hér á íslenskri tungu eins og það hefur gert í 200 ár. Það er megintilgangur félagsins. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hægt er fylgjast með því á vef félagsins.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun