Fylgni fíknar og áfallasögu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Edda Arinbjarnar og Guðrún Kristjánsdóttir skrifa 11. júlí 2014 13:01 Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Félagið vill að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið er heildrætt á vanda þeirra, m.a. með vinnu með áföll. Rótin hefur áhuga á að koma að verkefnum sem bæta stöðu kvenna með fíknivanda og eru tvö slík í burðarliðnum. Annars vegar stuðningur við ungar mæður sem glímt hafa við fíknivanda í samstarfi og undir handleiðslu FMB-teymis Landspítala og hins vegar jafningjaráðgjöf. Rótin sótti um styrki til að koma af stað meðferðarstarfi en hlaut enga svo að draumurinn um kvennameðferð á þessum forsendum frestast enn um sinn.Fíkn - sjúkdómur eða samspil margra þátta? Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Aukin þekking á þróun fíknar í tengslum við ofbeldis- og áfallasögu hefur breytt mjög hugmyndum manna. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins sem hefur verið allsráðandi í nálgun á fíknivanda hér á landi. Það var á margan hátt mikill sigur þegar viðurkennt var að alkóhólismi væri sjúkdómur. Þar með var fíkn orðin viðfangsefni heilbrigðiskerfisins og fólk gat fengið hjálp til að komast út úr fíkninni. Vandamálið er þó að að skilgreining á fíkn sem sjúkdómi byggðist á mjög veikum læknisfræðilegum grunni og svo er enn. Það eru ekki sannfærandi rök að alkóhólismi hljóti að vera sjúkdómur af því að annars séu alkóhólistar bara aumingjar. Það er enginn að efast um það að þeir sem eru háðir áfengi og öðrum fíkniefnum verði veikir af langvarandi neyslu. Hins vegar hefur verið tilhneiging hjá þeim sem harðast hanga í sjúkdómskenningunni að ætla að leysa málið með genarannsóknum og að einblína á líffræðilegar hliðar fíknar. Þetta þykir okkur í Rótinni ófullnægjandi hugsun.90% fylgni við áfallasögu Fíkn er flókið samspil margra þátta og tilfellið er að það er margt sem við vitum ekki um þróun fíknar. Þó er ljóst að í mörgum tilfellum er hún afleiðing umhverfislegra þátta. Um miðjan tíunda áratuginn var gerð mjög viðamikil rannsókn á afleiðingum áfalla og erfiðra upplifana í æsku á heilsufar síðar á ævinni, svokölluð ACE-rannsókn (acestudy.org). Þar komu í fyrsta sinn fram óyggjandi upplýsingar um það að mjög mikil fylgni er á milli áfalla og heilsufars. Síðan hafa fjölmargar rannsóknir staðfest þetta samhengi og ljóst er að fíknivandi er eitt af algengustu afleiðingum áfalla í æsku. Þetta staðfesta líka skimanir á meðferðarstöðvum sem sýna allt að 90% fylgni á milli fíknar og áfallasögu.Jafningjahjálp nægir ekki ein og sér Þrátt fyrir víðtæka útbreiðslu sjúkdómskenningarinnar hefur meðferð við fíkn þróast á jaðri hins opinbera heilbrigðiskerfis og flestar meðferðarstofnanir hér á landi, eins og í Bandaríkjunum sem hefur verið helsta fyrirmynd meðferðar hér á landi, eru reknar af félagasamtökum og einkafyrirtækjum. Lengi vel voru heldur ekki læknisfræðileg meðul sem áttu að lækna sjúkdóminn heldur andleg markmið. Í samræmi við þessar hugmyndir voru þeir sem sjálfir höfðu glímt við fíkn og orðið allsgáðir taldir best til þess fallnir að leiða hina týndu sauði í sannleikann og batann. Þannig þróaðist starf ráðgjafa sem smám saman bættu við sig einhverri menntun og fengu viðurkenningu. Með hjálp þeirra losnaði nokkur hópur fólks úr vítahring fíknarinnar og gat byggt upp nýtt líf. Svona er sagan og hér er ekki ætlunin að gera lítið úr því sem gert hefur verið af baráttuglöðu hugsjónafólki. Jafningjahjálp er þó ekki hlutverk heilbrigðiskerfisins þar sem sívaxandi kröfur eru um að byggt sé á gagnreyndri vísindalegri þekkingu. Til að það sé hægt þurfa að vera í gangi rannsóknir og gagnasöfnun til að undirbyggja slíka meðferð. Á það skortir verulega hér á landi.Þurfa allir afvötnun og innlögn? Á Alþingi 2004-2005 var lögð fram skýrsla heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi. Margar góðar tillögur voru í skýrslunni meðal annars að komið yrði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu. Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölþættur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í nokkurra daga afvötnun eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í málaflokknum sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Best væri ef þekking og meðferð væri t.d. til staðar í heilsugæslunni en samkvæmt rannsóknum erlendis er ýmislegt sem bendir til þess að t.d. konur myndu frekar leita sér hjálpar þar en á sérstökum meðferðarstöðvum. Með innlagnarmiðstöð fengist góð yfirsýn yfir fyrirliggjandi vanda og auðveldara yrði að tryggja að hagur skjólstæðinga sá ávallt í fyrirrúmi en ekki hagsmunir rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu.Réttarmeðferðardeild? Við teljum vægast sagt óábyrgt að öllum sé hrúgað inn á sömu meðferðarstöðvar eins og nú er gert; börnum, ungmennum, dæmdum ofbeldismönnum og ellilífeyrisþegum. Þá bendum við á mikilvægi þess að viðurkenna og meðhöndla þann ofbeldisvanda sem fylgir fíkniefnaneyslu í samræmi við fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Við mælum þess vegna með því að úrræði fyrir fanga sem vilja taka á sínum vanda verði elfd, bæði varðandi fíkn og ofbeldishegðun, með sérstökum réttarmeðferðarúrræðum.„Nice guidelines“ Endurskoða þarf umgjörð samninga við meðferðarstofnanir og áfangaheimili og setja inn endurskoðunarákvæði og gæðastaðla og huga að leiðbeiningum um viðurkennt verklag (e. Nice guidelines, best practice guidelines and criteria). Heilbrigðisyfirvöld í Kanada eru mjög framarlega í meðhöndlun fíknar og hafa t.d. gert ítarlegar leiðbeiningar fyrir meðferð kvenna og áfallameðvitaðar (e. trauma informed) aðferðir í fíknimeðferð.Rótin vill nýja hugsun og fjölbreytt úrræði Vímuefnaneytendur eru einn valdaminnsti hópur samfélagsins og virkilega hjálpar þurfi. Margir þeirra hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi og eru víða þiggjendur. Þetta á ekki síst við um konurnar. Fólk er oft tilbúið að leggja líf sitt í hendur meðferðaraðila enda er alið á þeirri hugmynd í bataferlinu að fólk eigi að gefast upp fyrir sjálfu sér og taka leiðsögn. Ef þetta fólk fær ekki rétta meðhöndlun, sérstaklega ef opnað er á viðkvæm mál, er mikil hætta á að áföll séu vakin upp (e. re-traumatization). Fólk með fíknivanda er oft með fjölþættan vanda og því þurfa þeir sem meðhöndla þennan hóp að vera með þá menntun sem til þarf og siðfræðilegan grunn til að átta sig á því valdi sem þeir, sem meðferðaraðilar, fara með yfir þessum viðkvæma hópi. Kannski er fíkn sjúkdómur en það er ekki skýrt hvernig sjúkdómur hún er. Í stöðlum sem notaðir eru til að skilgreina hana eru notuð orð eins og röskun (e. disorder) og heilkenni (e. syndrome). Lýsingar á sjúkdómnum eru ekki líffræðilegar heldur lýsingar á hegðun. Hvernig sem við skilgreinum fíkn þá er það krafa Rótarinnar að hún sé meðhöndluð á faglegan hátt og samkvæmt bestu þekkingu.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarGuðrún KristjánsdóttirGreinarhöfundar sitja í ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Félagið vill að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið er heildrætt á vanda þeirra, m.a. með vinnu með áföll. Rótin hefur áhuga á að koma að verkefnum sem bæta stöðu kvenna með fíknivanda og eru tvö slík í burðarliðnum. Annars vegar stuðningur við ungar mæður sem glímt hafa við fíknivanda í samstarfi og undir handleiðslu FMB-teymis Landspítala og hins vegar jafningjaráðgjöf. Rótin sótti um styrki til að koma af stað meðferðarstarfi en hlaut enga svo að draumurinn um kvennameðferð á þessum forsendum frestast enn um sinn.Fíkn - sjúkdómur eða samspil margra þátta? Rannsóknir á áhrifum áfalla á heilsufar eru að gjörbylta hugmyndum um fíkn. Aukin þekking á þróun fíknar í tengslum við ofbeldis- og áfallasögu hefur breytt mjög hugmyndum manna. Tölur um fjölda þeirra sem koma til meðferðar og eiga sér sögu um að hafa verið beittir ofbeldi ætti líka að vera hrópandi vísbending. Þessi þekking hefur grafið undan heimsyfirráðum sjúkdómsmódelsins sem hefur verið allsráðandi í nálgun á fíknivanda hér á landi. Það var á margan hátt mikill sigur þegar viðurkennt var að alkóhólismi væri sjúkdómur. Þar með var fíkn orðin viðfangsefni heilbrigðiskerfisins og fólk gat fengið hjálp til að komast út úr fíkninni. Vandamálið er þó að að skilgreining á fíkn sem sjúkdómi byggðist á mjög veikum læknisfræðilegum grunni og svo er enn. Það eru ekki sannfærandi rök að alkóhólismi hljóti að vera sjúkdómur af því að annars séu alkóhólistar bara aumingjar. Það er enginn að efast um það að þeir sem eru háðir áfengi og öðrum fíkniefnum verði veikir af langvarandi neyslu. Hins vegar hefur verið tilhneiging hjá þeim sem harðast hanga í sjúkdómskenningunni að ætla að leysa málið með genarannsóknum og að einblína á líffræðilegar hliðar fíknar. Þetta þykir okkur í Rótinni ófullnægjandi hugsun.90% fylgni við áfallasögu Fíkn er flókið samspil margra þátta og tilfellið er að það er margt sem við vitum ekki um þróun fíknar. Þó er ljóst að í mörgum tilfellum er hún afleiðing umhverfislegra þátta. Um miðjan tíunda áratuginn var gerð mjög viðamikil rannsókn á afleiðingum áfalla og erfiðra upplifana í æsku á heilsufar síðar á ævinni, svokölluð ACE-rannsókn (acestudy.org). Þar komu í fyrsta sinn fram óyggjandi upplýsingar um það að mjög mikil fylgni er á milli áfalla og heilsufars. Síðan hafa fjölmargar rannsóknir staðfest þetta samhengi og ljóst er að fíknivandi er eitt af algengustu afleiðingum áfalla í æsku. Þetta staðfesta líka skimanir á meðferðarstöðvum sem sýna allt að 90% fylgni á milli fíknar og áfallasögu.Jafningjahjálp nægir ekki ein og sér Þrátt fyrir víðtæka útbreiðslu sjúkdómskenningarinnar hefur meðferð við fíkn þróast á jaðri hins opinbera heilbrigðiskerfis og flestar meðferðarstofnanir hér á landi, eins og í Bandaríkjunum sem hefur verið helsta fyrirmynd meðferðar hér á landi, eru reknar af félagasamtökum og einkafyrirtækjum. Lengi vel voru heldur ekki læknisfræðileg meðul sem áttu að lækna sjúkdóminn heldur andleg markmið. Í samræmi við þessar hugmyndir voru þeir sem sjálfir höfðu glímt við fíkn og orðið allsgáðir taldir best til þess fallnir að leiða hina týndu sauði í sannleikann og batann. Þannig þróaðist starf ráðgjafa sem smám saman bættu við sig einhverri menntun og fengu viðurkenningu. Með hjálp þeirra losnaði nokkur hópur fólks úr vítahring fíknarinnar og gat byggt upp nýtt líf. Svona er sagan og hér er ekki ætlunin að gera lítið úr því sem gert hefur verið af baráttuglöðu hugsjónafólki. Jafningjahjálp er þó ekki hlutverk heilbrigðiskerfisins þar sem sívaxandi kröfur eru um að byggt sé á gagnreyndri vísindalegri þekkingu. Til að það sé hægt þurfa að vera í gangi rannsóknir og gagnasöfnun til að undirbyggja slíka meðferð. Á það skortir verulega hér á landi.Þurfa allir afvötnun og innlögn? Á Alþingi 2004-2005 var lögð fram skýrsla heilbrigðisráðherra um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi. Margar góðar tillögur voru í skýrslunni meðal annars að komið yrði á fót virkri miðlægri innlagnarmiðstöð og skráningu. Rótin leggur áherslu á fjölbreytt úrræði fyrir fólk með fíknivanda. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að vandinn er fjölþættur, ekki gildir það sama fyrir alla, t.d. þurfa ekki allir að fara í nokkurra daga afvötnun eða innlögn á meðferðarstöð. Það er mikilvægt að notkun fjármuna í málaflokknum sé markviss og að fjármunirnir nýtist þeim sem á þurfa að halda. Best væri ef þekking og meðferð væri t.d. til staðar í heilsugæslunni en samkvæmt rannsóknum erlendis er ýmislegt sem bendir til þess að t.d. konur myndu frekar leita sér hjálpar þar en á sérstökum meðferðarstöðvum. Með innlagnarmiðstöð fengist góð yfirsýn yfir fyrirliggjandi vanda og auðveldara yrði að tryggja að hagur skjólstæðinga sá ávallt í fyrirrúmi en ekki hagsmunir rekstraraðila í heilbrigðisþjónustu.Réttarmeðferðardeild? Við teljum vægast sagt óábyrgt að öllum sé hrúgað inn á sömu meðferðarstöðvar eins og nú er gert; börnum, ungmennum, dæmdum ofbeldismönnum og ellilífeyrisþegum. Þá bendum við á mikilvægi þess að viðurkenna og meðhöndla þann ofbeldisvanda sem fylgir fíkniefnaneyslu í samræmi við fyrirmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Við mælum þess vegna með því að úrræði fyrir fanga sem vilja taka á sínum vanda verði elfd, bæði varðandi fíkn og ofbeldishegðun, með sérstökum réttarmeðferðarúrræðum.„Nice guidelines“ Endurskoða þarf umgjörð samninga við meðferðarstofnanir og áfangaheimili og setja inn endurskoðunarákvæði og gæðastaðla og huga að leiðbeiningum um viðurkennt verklag (e. Nice guidelines, best practice guidelines and criteria). Heilbrigðisyfirvöld í Kanada eru mjög framarlega í meðhöndlun fíknar og hafa t.d. gert ítarlegar leiðbeiningar fyrir meðferð kvenna og áfallameðvitaðar (e. trauma informed) aðferðir í fíknimeðferð.Rótin vill nýja hugsun og fjölbreytt úrræði Vímuefnaneytendur eru einn valdaminnsti hópur samfélagsins og virkilega hjálpar þurfi. Margir þeirra hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi og eru víða þiggjendur. Þetta á ekki síst við um konurnar. Fólk er oft tilbúið að leggja líf sitt í hendur meðferðaraðila enda er alið á þeirri hugmynd í bataferlinu að fólk eigi að gefast upp fyrir sjálfu sér og taka leiðsögn. Ef þetta fólk fær ekki rétta meðhöndlun, sérstaklega ef opnað er á viðkvæm mál, er mikil hætta á að áföll séu vakin upp (e. re-traumatization). Fólk með fíknivanda er oft með fjölþættan vanda og því þurfa þeir sem meðhöndla þennan hóp að vera með þá menntun sem til þarf og siðfræðilegan grunn til að átta sig á því valdi sem þeir, sem meðferðaraðilar, fara með yfir þessum viðkvæma hópi. Kannski er fíkn sjúkdómur en það er ekki skýrt hvernig sjúkdómur hún er. Í stöðlum sem notaðir eru til að skilgreina hana eru notuð orð eins og röskun (e. disorder) og heilkenni (e. syndrome). Lýsingar á sjúkdómnum eru ekki líffræðilegar heldur lýsingar á hegðun. Hvernig sem við skilgreinum fíkn þá er það krafa Rótarinnar að hún sé meðhöndluð á faglegan hátt og samkvæmt bestu þekkingu.Guðrún Ebba ÓlafsdóttirKristín I. PálsdóttirEdda ArinbjarnarGuðrún KristjánsdóttirGreinarhöfundar sitja í ráði Rótarinnar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar