Takk Guðríður Guðrún Högnadóttir skrifar 10. september 2014 10:08 Flestir íslenskir vinnustaðir hefja haustið á ferskri rýni á grunnþáttum stefnumörkunar: Hlutverki og sýn, gildum, stefnu, markmiðum og leiðum. Fátt gefur tóninn í þeirri vinnu jafnvel og 1.000 ára einstök vegferð formóður margra Íslendinga: Guðríðar Þorbjarnardóttur – sem var ein víðförlasta kona miðalda. Hún var fædd um 980 á Snæfellsnesi og var æska hennar mörkuð hrakningum. Hún missti fósturforeldra sína ung, henni var meinað að giftast fyrstu ástinni sinni – þrælssyni, og tveir fyrri eiginmenn hennar dóu, annar úr farsótt og hinn í sjóskaða. Farsælir vinnustaðir stíga jafnframt ölduna í lífsins ólgusjó, og læra af áföllum og mistökum og muna að deila þeim lærdómi með öllum kynslóðum starfsmanna. Guðríður var haldin einstakri framsýni og tel ég tilgang hennar hafa verið að sækja á ný mið. Sú sýn færði henni æðruleysi og kjark á ferðum sínum en hún sigldi á opnu skipi til Vínlands með Þorfinni Karlsefni, þriðja eiginmanni, sínum og 160 manna föruneyti. Sýn hennar (e. vision) var að uppgötva, stefnan (e. mission) var skýr: að sækja vestur sem endaði í Hópi (Manhattan), og hluti af arfleifð hennar (e. legacy) er að vera móðir fyrsta hvíta mannsins sem fæddist í Ameríku: Snorra. Stefnan var vörðuð áföngum (e. goals) m.a. í bækistöðvum á Grænlandi til undirbúnings, vals á samferðafólki og til að kortleggja leiðina. Stefnumótun er afgerandi þáttur í farsælum rekstri – en þarf ekki að vera flókið ferli. Við þurfum einfaldlega að eiga svörin við spurningunum „Af hverju?“, „Hvað?“ og „Hvernig?“ 1) Af hverju? – Hver er tilgangur vinnustaðarins? Sýn Guðríðar endaði ekki með uppgötvun Ameríku. Þaðan hrökkluðust þau heim til Íslands eftir útistöður við frumbyggja, en Guðríður hélt ótrauð áfram för sinni ein síns liðs, fótgangandi á sauðskinnsskónum til Ítalíu og dvaldi í Páfagarði við að rækta sína trú. Hún var ávallt sögð vel tengd við sín gildi (e. values). Rannsóknir undirstrika enn að langtímafarsæld vinnustaða byggist að miklu leyti á því hvernig þeir rækta og lifa gildin daglega. 2) Hvað? – Hvað ætlum við að gera til að þjóna okkar sýn? Líkt og Guðríður og föruneyti völdu leiðina vestur og hún síðan ein um Evrópu, þá er tryggð vinnustaða við stefnu afgerandi til árangurs. Þetta felur í sér að segja jafnvel nei við góðum hugmyndum, en já við þeim allra bestu. Ekki er síður mikilvægt að upplýsa samferðamenn stöðugt um stefnuna, þannig að þeir geti þjónað henni daglega með ákvörðunum sínum og hegðun. 3) Hvernig? – Því miður virðumst við oft byrja á að leita svara við þessari spurningu, í stað þess að tengja okkur við tilganginn. Langtímaárangur liggur í svari hópsins við spurningunni „Af hverju“? Guðríður gekk aftur til Íslands eftir pílagrímsferð sína til Rómar – hún hafði þá siglt átta sinnum yfir úthöf og ferðast yfir þvera Evrópu. Hún gerðist einsetukona að Glaumbæ í Skagafirði og miðlaði af sínum fróðleik. Farsælir leiðtogar sem byggja sterka arfleið eru oft þekktir betur sem kennarar eða leiðbeinendur, fremur en harðstjórar. Hvaða arfleið ætlar að þú að skilja eftir með þinni forgöngu og sýn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir vinnustaðir hefja haustið á ferskri rýni á grunnþáttum stefnumörkunar: Hlutverki og sýn, gildum, stefnu, markmiðum og leiðum. Fátt gefur tóninn í þeirri vinnu jafnvel og 1.000 ára einstök vegferð formóður margra Íslendinga: Guðríðar Þorbjarnardóttur – sem var ein víðförlasta kona miðalda. Hún var fædd um 980 á Snæfellsnesi og var æska hennar mörkuð hrakningum. Hún missti fósturforeldra sína ung, henni var meinað að giftast fyrstu ástinni sinni – þrælssyni, og tveir fyrri eiginmenn hennar dóu, annar úr farsótt og hinn í sjóskaða. Farsælir vinnustaðir stíga jafnframt ölduna í lífsins ólgusjó, og læra af áföllum og mistökum og muna að deila þeim lærdómi með öllum kynslóðum starfsmanna. Guðríður var haldin einstakri framsýni og tel ég tilgang hennar hafa verið að sækja á ný mið. Sú sýn færði henni æðruleysi og kjark á ferðum sínum en hún sigldi á opnu skipi til Vínlands með Þorfinni Karlsefni, þriðja eiginmanni, sínum og 160 manna föruneyti. Sýn hennar (e. vision) var að uppgötva, stefnan (e. mission) var skýr: að sækja vestur sem endaði í Hópi (Manhattan), og hluti af arfleifð hennar (e. legacy) er að vera móðir fyrsta hvíta mannsins sem fæddist í Ameríku: Snorra. Stefnan var vörðuð áföngum (e. goals) m.a. í bækistöðvum á Grænlandi til undirbúnings, vals á samferðafólki og til að kortleggja leiðina. Stefnumótun er afgerandi þáttur í farsælum rekstri – en þarf ekki að vera flókið ferli. Við þurfum einfaldlega að eiga svörin við spurningunum „Af hverju?“, „Hvað?“ og „Hvernig?“ 1) Af hverju? – Hver er tilgangur vinnustaðarins? Sýn Guðríðar endaði ekki með uppgötvun Ameríku. Þaðan hrökkluðust þau heim til Íslands eftir útistöður við frumbyggja, en Guðríður hélt ótrauð áfram för sinni ein síns liðs, fótgangandi á sauðskinnsskónum til Ítalíu og dvaldi í Páfagarði við að rækta sína trú. Hún var ávallt sögð vel tengd við sín gildi (e. values). Rannsóknir undirstrika enn að langtímafarsæld vinnustaða byggist að miklu leyti á því hvernig þeir rækta og lifa gildin daglega. 2) Hvað? – Hvað ætlum við að gera til að þjóna okkar sýn? Líkt og Guðríður og föruneyti völdu leiðina vestur og hún síðan ein um Evrópu, þá er tryggð vinnustaða við stefnu afgerandi til árangurs. Þetta felur í sér að segja jafnvel nei við góðum hugmyndum, en já við þeim allra bestu. Ekki er síður mikilvægt að upplýsa samferðamenn stöðugt um stefnuna, þannig að þeir geti þjónað henni daglega með ákvörðunum sínum og hegðun. 3) Hvernig? – Því miður virðumst við oft byrja á að leita svara við þessari spurningu, í stað þess að tengja okkur við tilganginn. Langtímaárangur liggur í svari hópsins við spurningunni „Af hverju“? Guðríður gekk aftur til Íslands eftir pílagrímsferð sína til Rómar – hún hafði þá siglt átta sinnum yfir úthöf og ferðast yfir þvera Evrópu. Hún gerðist einsetukona að Glaumbæ í Skagafirði og miðlaði af sínum fróðleik. Farsælir leiðtogar sem byggja sterka arfleið eru oft þekktir betur sem kennarar eða leiðbeinendur, fremur en harðstjórar. Hvaða arfleið ætlar að þú að skilja eftir með þinni forgöngu og sýn?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar