Takk Guðríður Guðrún Högnadóttir skrifar 10. september 2014 10:08 Flestir íslenskir vinnustaðir hefja haustið á ferskri rýni á grunnþáttum stefnumörkunar: Hlutverki og sýn, gildum, stefnu, markmiðum og leiðum. Fátt gefur tóninn í þeirri vinnu jafnvel og 1.000 ára einstök vegferð formóður margra Íslendinga: Guðríðar Þorbjarnardóttur – sem var ein víðförlasta kona miðalda. Hún var fædd um 980 á Snæfellsnesi og var æska hennar mörkuð hrakningum. Hún missti fósturforeldra sína ung, henni var meinað að giftast fyrstu ástinni sinni – þrælssyni, og tveir fyrri eiginmenn hennar dóu, annar úr farsótt og hinn í sjóskaða. Farsælir vinnustaðir stíga jafnframt ölduna í lífsins ólgusjó, og læra af áföllum og mistökum og muna að deila þeim lærdómi með öllum kynslóðum starfsmanna. Guðríður var haldin einstakri framsýni og tel ég tilgang hennar hafa verið að sækja á ný mið. Sú sýn færði henni æðruleysi og kjark á ferðum sínum en hún sigldi á opnu skipi til Vínlands með Þorfinni Karlsefni, þriðja eiginmanni, sínum og 160 manna föruneyti. Sýn hennar (e. vision) var að uppgötva, stefnan (e. mission) var skýr: að sækja vestur sem endaði í Hópi (Manhattan), og hluti af arfleifð hennar (e. legacy) er að vera móðir fyrsta hvíta mannsins sem fæddist í Ameríku: Snorra. Stefnan var vörðuð áföngum (e. goals) m.a. í bækistöðvum á Grænlandi til undirbúnings, vals á samferðafólki og til að kortleggja leiðina. Stefnumótun er afgerandi þáttur í farsælum rekstri – en þarf ekki að vera flókið ferli. Við þurfum einfaldlega að eiga svörin við spurningunum „Af hverju?“, „Hvað?“ og „Hvernig?“ 1) Af hverju? – Hver er tilgangur vinnustaðarins? Sýn Guðríðar endaði ekki með uppgötvun Ameríku. Þaðan hrökkluðust þau heim til Íslands eftir útistöður við frumbyggja, en Guðríður hélt ótrauð áfram för sinni ein síns liðs, fótgangandi á sauðskinnsskónum til Ítalíu og dvaldi í Páfagarði við að rækta sína trú. Hún var ávallt sögð vel tengd við sín gildi (e. values). Rannsóknir undirstrika enn að langtímafarsæld vinnustaða byggist að miklu leyti á því hvernig þeir rækta og lifa gildin daglega. 2) Hvað? – Hvað ætlum við að gera til að þjóna okkar sýn? Líkt og Guðríður og föruneyti völdu leiðina vestur og hún síðan ein um Evrópu, þá er tryggð vinnustaða við stefnu afgerandi til árangurs. Þetta felur í sér að segja jafnvel nei við góðum hugmyndum, en já við þeim allra bestu. Ekki er síður mikilvægt að upplýsa samferðamenn stöðugt um stefnuna, þannig að þeir geti þjónað henni daglega með ákvörðunum sínum og hegðun. 3) Hvernig? – Því miður virðumst við oft byrja á að leita svara við þessari spurningu, í stað þess að tengja okkur við tilganginn. Langtímaárangur liggur í svari hópsins við spurningunni „Af hverju“? Guðríður gekk aftur til Íslands eftir pílagrímsferð sína til Rómar – hún hafði þá siglt átta sinnum yfir úthöf og ferðast yfir þvera Evrópu. Hún gerðist einsetukona að Glaumbæ í Skagafirði og miðlaði af sínum fróðleik. Farsælir leiðtogar sem byggja sterka arfleið eru oft þekktir betur sem kennarar eða leiðbeinendur, fremur en harðstjórar. Hvaða arfleið ætlar að þú að skilja eftir með þinni forgöngu og sýn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir íslenskir vinnustaðir hefja haustið á ferskri rýni á grunnþáttum stefnumörkunar: Hlutverki og sýn, gildum, stefnu, markmiðum og leiðum. Fátt gefur tóninn í þeirri vinnu jafnvel og 1.000 ára einstök vegferð formóður margra Íslendinga: Guðríðar Þorbjarnardóttur – sem var ein víðförlasta kona miðalda. Hún var fædd um 980 á Snæfellsnesi og var æska hennar mörkuð hrakningum. Hún missti fósturforeldra sína ung, henni var meinað að giftast fyrstu ástinni sinni – þrælssyni, og tveir fyrri eiginmenn hennar dóu, annar úr farsótt og hinn í sjóskaða. Farsælir vinnustaðir stíga jafnframt ölduna í lífsins ólgusjó, og læra af áföllum og mistökum og muna að deila þeim lærdómi með öllum kynslóðum starfsmanna. Guðríður var haldin einstakri framsýni og tel ég tilgang hennar hafa verið að sækja á ný mið. Sú sýn færði henni æðruleysi og kjark á ferðum sínum en hún sigldi á opnu skipi til Vínlands með Þorfinni Karlsefni, þriðja eiginmanni, sínum og 160 manna föruneyti. Sýn hennar (e. vision) var að uppgötva, stefnan (e. mission) var skýr: að sækja vestur sem endaði í Hópi (Manhattan), og hluti af arfleifð hennar (e. legacy) er að vera móðir fyrsta hvíta mannsins sem fæddist í Ameríku: Snorra. Stefnan var vörðuð áföngum (e. goals) m.a. í bækistöðvum á Grænlandi til undirbúnings, vals á samferðafólki og til að kortleggja leiðina. Stefnumótun er afgerandi þáttur í farsælum rekstri – en þarf ekki að vera flókið ferli. Við þurfum einfaldlega að eiga svörin við spurningunum „Af hverju?“, „Hvað?“ og „Hvernig?“ 1) Af hverju? – Hver er tilgangur vinnustaðarins? Sýn Guðríðar endaði ekki með uppgötvun Ameríku. Þaðan hrökkluðust þau heim til Íslands eftir útistöður við frumbyggja, en Guðríður hélt ótrauð áfram för sinni ein síns liðs, fótgangandi á sauðskinnsskónum til Ítalíu og dvaldi í Páfagarði við að rækta sína trú. Hún var ávallt sögð vel tengd við sín gildi (e. values). Rannsóknir undirstrika enn að langtímafarsæld vinnustaða byggist að miklu leyti á því hvernig þeir rækta og lifa gildin daglega. 2) Hvað? – Hvað ætlum við að gera til að þjóna okkar sýn? Líkt og Guðríður og föruneyti völdu leiðina vestur og hún síðan ein um Evrópu, þá er tryggð vinnustaða við stefnu afgerandi til árangurs. Þetta felur í sér að segja jafnvel nei við góðum hugmyndum, en já við þeim allra bestu. Ekki er síður mikilvægt að upplýsa samferðamenn stöðugt um stefnuna, þannig að þeir geti þjónað henni daglega með ákvörðunum sínum og hegðun. 3) Hvernig? – Því miður virðumst við oft byrja á að leita svara við þessari spurningu, í stað þess að tengja okkur við tilganginn. Langtímaárangur liggur í svari hópsins við spurningunni „Af hverju“? Guðríður gekk aftur til Íslands eftir pílagrímsferð sína til Rómar – hún hafði þá siglt átta sinnum yfir úthöf og ferðast yfir þvera Evrópu. Hún gerðist einsetukona að Glaumbæ í Skagafirði og miðlaði af sínum fróðleik. Farsælir leiðtogar sem byggja sterka arfleið eru oft þekktir betur sem kennarar eða leiðbeinendur, fremur en harðstjórar. Hvaða arfleið ætlar að þú að skilja eftir með þinni forgöngu og sýn?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun