Starfsmenn Háholts efla starfsandann Hanna Ólafsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Forstöðumenn Háholts. Hinrik Már Jónsson og Ari Jóhann Sigurðsson fyrir utan heimilið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samband íslenskra sveitarfélaga undrast að ekki hafi verið haft samráð við það vegna fyrirhugaðs samnings velferðarráðuneytisins við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði. „Ég hef sent tölvupósta á skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu og forstöðumann Barnaverndarstofu og sagt þeim að það hafi nú verið boðað til fundar af minna tilefni. Ég hef ekki fengið svar,“ segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann bætir við að sambandið taki ekki beina afstöðu til þess hvort halda eigi áfram rekstri Háholts eða ekki. Það sé þó skýr afstaða sambandsins að innan þessa málaflokks skuli gæta vel að meðferð fjár og setja fjármuni í úrræði sem nýtast. „Ef þessi úrræði standa tóm vegna þess að Barnaverndarstofa telur ekki ástæðu til að nýta þau vakna spurningar um hvort eigi að halda þessu úrræði áfram.“Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist undrast að ekki hafi verið haft samráð við sambandið vegna endurnýjunar samnings við Háholt.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELHinrik Már Jónsson, annar tveggja forstöðumanna heimilisins, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á lélega nýtingu á heimilinu. Hann segir óskandi að nýtingin væri 100 prósent að öllu jöfnu en það sé því miður ekki raunin. Inntur eftir því hvað starfsmenn, sem eru ellefu talsins, geri á vöktum þegar enginn eða fáir unglingar dvelja á heimilinu í lengri tíma, segir Hinrik að slíkt hafi aðeins einu sinni komið fyrir og þá hafi heimilið staðið autt í þrjár vikur annars sé yfirleitt um fáa daga að ræða í senn. „Við nýttum hluta af þessum tíma í endurmenntun, en einnig nýttum við tímann til að styrkja félagslega þáttinn hjá starfsfólkinu. Við fórum til dæmis saman í hestaferð eina helgi sem var mjög gott því það er mikilvægt að hafa samhentan starfshóp.“ Að sögn Hinriks dvelja tveir unglingar á heimilinu um þessar mundir. Að mati Hinriks er mikilvægt að halda úti meðferðarheimili eins og Háholti þar sem það þjóni ákveðnum hópi unglinga sem engir aðrir staðir henta. Spurður hvort skortur á sérhæfðu fagfólki, eins og geðlæknum, í Skagafirði til að koma að meðferð unglinganna hafi reynst vandmál segir hann svo ekki vera en sækja þurfi aðstoðina til Reykjavíkur: „Við erum í Skagafirði, ekki á heimsenda. Það er alveg hægt að fá þjónustu geðlæknis og barnasálfræðing þó að maður þurfi að sækja hana til Reykjavíkur. Við höfum einnig í nokkrum tilfellum fengið geðlækni hingað til okkar úr borginni.“ Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga undrast að ekki hafi verið haft samráð við það vegna fyrirhugaðs samnings velferðarráðuneytisins við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði. „Ég hef sent tölvupósta á skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu og forstöðumann Barnaverndarstofu og sagt þeim að það hafi nú verið boðað til fundar af minna tilefni. Ég hef ekki fengið svar,“ segir Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hann bætir við að sambandið taki ekki beina afstöðu til þess hvort halda eigi áfram rekstri Háholts eða ekki. Það sé þó skýr afstaða sambandsins að innan þessa málaflokks skuli gæta vel að meðferð fjár og setja fjármuni í úrræði sem nýtast. „Ef þessi úrræði standa tóm vegna þess að Barnaverndarstofa telur ekki ástæðu til að nýta þau vakna spurningar um hvort eigi að halda þessu úrræði áfram.“Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist undrast að ekki hafi verið haft samráð við sambandið vegna endurnýjunar samnings við Háholt.FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍELHinrik Már Jónsson, annar tveggja forstöðumanna heimilisins, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni á lélega nýtingu á heimilinu. Hann segir óskandi að nýtingin væri 100 prósent að öllu jöfnu en það sé því miður ekki raunin. Inntur eftir því hvað starfsmenn, sem eru ellefu talsins, geri á vöktum þegar enginn eða fáir unglingar dvelja á heimilinu í lengri tíma, segir Hinrik að slíkt hafi aðeins einu sinni komið fyrir og þá hafi heimilið staðið autt í þrjár vikur annars sé yfirleitt um fáa daga að ræða í senn. „Við nýttum hluta af þessum tíma í endurmenntun, en einnig nýttum við tímann til að styrkja félagslega þáttinn hjá starfsfólkinu. Við fórum til dæmis saman í hestaferð eina helgi sem var mjög gott því það er mikilvægt að hafa samhentan starfshóp.“ Að sögn Hinriks dvelja tveir unglingar á heimilinu um þessar mundir. Að mati Hinriks er mikilvægt að halda úti meðferðarheimili eins og Háholti þar sem það þjóni ákveðnum hópi unglinga sem engir aðrir staðir henta. Spurður hvort skortur á sérhæfðu fagfólki, eins og geðlæknum, í Skagafirði til að koma að meðferð unglinganna hafi reynst vandmál segir hann svo ekki vera en sækja þurfi aðstoðina til Reykjavíkur: „Við erum í Skagafirði, ekki á heimsenda. Það er alveg hægt að fá þjónustu geðlæknis og barnasálfræðing þó að maður þurfi að sækja hana til Reykjavíkur. Við höfum einnig í nokkrum tilfellum fengið geðlækni hingað til okkar úr borginni.“
Tengdar fréttir Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00 Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46 Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02 Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 „Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37 „Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum. 8. október 2014 07:00
Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir krafðist þess að fjárlaganefnd fundi um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir. 8. október 2014 16:46
Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. 6. október 2014 21:02
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00
„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“ Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári. 7. október 2014 20:37
„Samningur við Háholt er bráðabirgðarsamkomulag“ "Þetta eru 134 milljónir á ári. Það er fyrirvari í samningnum sem snýr að því að ef framtíðarfyrirkomulagi verði komið á, að þá verði hægt að segja þessum samningi upp,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherraþ 8. október 2014 19:51
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03