Treystum því að samningur ráðherra um ívilnanir haldi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2014 20:00 Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi og vonast til að 90 milljarða króna framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Sólarkísilverksmiðjan er stærsta nýja erlenda fjárfestingin sem nú er í undirbúningi hérlendis. Ekki eru nema tvær vikur frá því ráðamenn Silicor Materials og iðnaðarráðherra undirrituðu fjárfestingarsamning sem felur í sér tímabundnar ívilnanir í formi skattaafslátta.Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna við Grundartanga í lok maí.Vísir/Björn SigurðssonEftirlitsstofnun EFTA, ESA, úrskurðaði í gær að nokkrir eldri samningar stjórnvalda um slíka ríkisstyrki væru ólögmætir, en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kvaðst ráðherra telja að nýir samningar myndu halda. „Við undirrituðum samning við ríkið. Við treystum því sem ráðherrann segir og treystum því að þessir samningar haldi,” sagði Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kvaðst vita til þess að fyrri samningar hefðu gengið ansi langt í ívilnunum. Nú væri búið að þrengja þær ívilnanir verulega. Þessvegna væru enn meiri líkur á að þessir samningar héldu. Davíð tekur fram að Silicor hafi ekki farið fram á neina sérmeðferð, aðeins það sem aðrir höfðu fengið.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.ESA samþykkti í sumar ívilnanir vegna kísilvers á Bakka en ekki liggur fyrir hvort fallist verði á ívilnanir vegna Silicor. „Þetta fer fyrir ESA og við gerum ráð fyrir að þetta verði samþykkt þar. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki en ég óttast ekki þá niðurstöðu,” sagði Davíð. Hann segir undirbúning verkefnisins samkvæmt áætlun og nú sé unnið að fjármögnun. Gert sé ráð fyrir að þeim þætti ljúki á næstu vikum og mánuðum. „Þannig að fyrir áramót erum við að gera okkur væntingar um að þessar framkvæmdir hefjist,” sagði Davíð. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Talsmaður Silicor Materials, sem undirbýr sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, kveðst treysta orðum ráðherra um að fjárfestingarsamningur við ríkið haldi og vonast til að 90 milljarða króna framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Sólarkísilverksmiðjan er stærsta nýja erlenda fjárfestingin sem nú er í undirbúningi hérlendis. Ekki eru nema tvær vikur frá því ráðamenn Silicor Materials og iðnaðarráðherra undirrituðu fjárfestingarsamning sem felur í sér tímabundnar ívilnanir í formi skattaafslátta.Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna við Grundartanga í lok maí.Vísir/Björn SigurðssonEftirlitsstofnun EFTA, ESA, úrskurðaði í gær að nokkrir eldri samningar stjórnvalda um slíka ríkisstyrki væru ólögmætir, en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kvaðst ráðherra telja að nýir samningar myndu halda. „Við undirrituðum samning við ríkið. Við treystum því sem ráðherrann segir og treystum því að þessir samningar haldi,” sagði Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kvaðst vita til þess að fyrri samningar hefðu gengið ansi langt í ívilnunum. Nú væri búið að þrengja þær ívilnanir verulega. Þessvegna væru enn meiri líkur á að þessir samningar héldu. Davíð tekur fram að Silicor hafi ekki farið fram á neina sérmeðferð, aðeins það sem aðrir höfðu fengið.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.ESA samþykkti í sumar ívilnanir vegna kísilvers á Bakka en ekki liggur fyrir hvort fallist verði á ívilnanir vegna Silicor. „Þetta fer fyrir ESA og við gerum ráð fyrir að þetta verði samþykkt þar. Hvað það tekur langan tíma veit ég ekki en ég óttast ekki þá niðurstöðu,” sagði Davíð. Hann segir undirbúning verkefnisins samkvæmt áætlun og nú sé unnið að fjármögnun. Gert sé ráð fyrir að þeim þætti ljúki á næstu vikum og mánuðum. „Þannig að fyrir áramót erum við að gera okkur væntingar um að þessar framkvæmdir hefjist,” sagði Davíð.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45 Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42 Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24 Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu. 8. október 2014 21:45
Samþykkti ríkisaðstoð vegna kísilverksmiðju við Húsavík Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti í dag ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. 12. mars 2014 12:42
Tímabundnar ívilnanir vegna byggingar sólarkísilverksmiðju Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Silicor Materials um byggingu verksmiðju á Grundartanga til að framleiða sólarkísil. 26. september 2014 13:24
Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka. 9. október 2014 14:15
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15