Af innflytjendum og jarðarberjum Davor Purusic skrifar 18. desember 2014 07:00 Sæll, Pawel. Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein þína „Leyfið lögmanninum að skúra“ í Fréttablaðinu þann 13. desember 2014. Í hreinskilni sagt er ég alveg gáttaður á því hvers konar staðhæfingar þú leyfir þér að setja fram í greininni. Að halda því fram að manneskja eigi sér þann draum eftir sex til tíu ára háskólanám að vinna láglaunastarf á Íslandi er hrein móðgun við fjölmennan hóp fyrstu kynslóðar innflytjenda á Íslandi. Að halda því fram að sama manneskja vilji fá frið til að njóta starfa sinna langt fyrir neðan faglegan og fræðilegan metnað hennar er með sama hætti fullkomin fásinna. Innflytjendur rífa sig upp með rótum frá fjölskyldu sinni, vinum, ættingjum og ættlandi til þess að leita að betra lífi í öðrum löndum. Eins og nærri má geta er markmið þeirra ekki að lifa sama eða erfiðara lífi í nýja landinu. Satt best að segja hélt ég að ég þyrfti ekki að útskýra þessa staðreynd fyrir þér, Pawel. Foreldrar þínir hefðu útskýrt hana fyrir þér fyrir mörgum árum. Ég var með öðrum orðum viss um að þú værir meðvitaður um að í sumum samfélögum neyddist fólk til að flytja til annarra landa til að sjá fjölskyldum sínum farborða og freista þess að skapa börnum sínum bjarta framtíð. Að sjálfsögðu þroskast fólk, menntast á nýjum sviðum og flestir skipta um vinnu oftar en einu sinni á starfsævinni. Íslendingar eru svo heppnir að geta skipt um starfsvettvang án þess að stefna fjárhagslegri framtíð fjölskyldna sinna í voða. Þú segist hafa menntað þig í stærðfræði en starfir við skriftir í dag. Ef þú hefur skipt um starfsvettvang vegna þess að áhugi þinn hefur beinst í nýja átt er ég ánægður fyrir þína hönd. Ef þú hefur ekki fengið vinnu við stærðfræði af því að umsókn þinni var ýtt til hliðar vegna þess að nafnið Pawel gæfi til kynna að þú talaðir ekki nægilega góða íslensku (sem er mjög mikilvæg undirstaða stærðfræði) býð ég þig velkominn í hópinn þó ég efist ekki um að þú verðir fljótur að „stimpla“ þig út.Stoltur Íslendingur Greinin þín í Fréttablaðinu minnir um margt á söguþráð barnaleikritsins Ávaxtakörfunnar. Ávextirnir í körfunni koma upphaflega fram við Mæju jarðarber með lítillækkandi hætti og láta hana vinna öll verstu verkin. Þegar sögunni vindur fram villist Gedda gulrót inn í körfuna og tekur í framhaldi af því við hlutverki Mæju í körfunni. Ef mig misminnir ekki segir Immi Ananas (konungur) orðrétt við Mæju: „Núna þarftu að sjá til þess að hún vinni öll verkin því að þú ert orðin ein af okkur!“ Ekki þarf að orðlengja að Mæja var fljót að tileinka sér sömu hegðun gagnvart Geddu og hinir ávextirnir sýndu henni áður. Þar sem ég hef oft sagt að mér leiðist að skilgreina mig og aðra í „við“ og „þeir“ ætla ég ekki að gera það í þessu tilfelli EN, elsku Pawel, ekki gera mikið úr sjálfum þér á kostnað annarra. Það klæðir þig einfaldlega ekki. Kær kveðja, Maður sem fæddist í Bosníu en er stoltur Íslendingur í dag.* *Vinsamlegast lesist Davor Purusic, lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Pawel. Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein þína „Leyfið lögmanninum að skúra“ í Fréttablaðinu þann 13. desember 2014. Í hreinskilni sagt er ég alveg gáttaður á því hvers konar staðhæfingar þú leyfir þér að setja fram í greininni. Að halda því fram að manneskja eigi sér þann draum eftir sex til tíu ára háskólanám að vinna láglaunastarf á Íslandi er hrein móðgun við fjölmennan hóp fyrstu kynslóðar innflytjenda á Íslandi. Að halda því fram að sama manneskja vilji fá frið til að njóta starfa sinna langt fyrir neðan faglegan og fræðilegan metnað hennar er með sama hætti fullkomin fásinna. Innflytjendur rífa sig upp með rótum frá fjölskyldu sinni, vinum, ættingjum og ættlandi til þess að leita að betra lífi í öðrum löndum. Eins og nærri má geta er markmið þeirra ekki að lifa sama eða erfiðara lífi í nýja landinu. Satt best að segja hélt ég að ég þyrfti ekki að útskýra þessa staðreynd fyrir þér, Pawel. Foreldrar þínir hefðu útskýrt hana fyrir þér fyrir mörgum árum. Ég var með öðrum orðum viss um að þú værir meðvitaður um að í sumum samfélögum neyddist fólk til að flytja til annarra landa til að sjá fjölskyldum sínum farborða og freista þess að skapa börnum sínum bjarta framtíð. Að sjálfsögðu þroskast fólk, menntast á nýjum sviðum og flestir skipta um vinnu oftar en einu sinni á starfsævinni. Íslendingar eru svo heppnir að geta skipt um starfsvettvang án þess að stefna fjárhagslegri framtíð fjölskyldna sinna í voða. Þú segist hafa menntað þig í stærðfræði en starfir við skriftir í dag. Ef þú hefur skipt um starfsvettvang vegna þess að áhugi þinn hefur beinst í nýja átt er ég ánægður fyrir þína hönd. Ef þú hefur ekki fengið vinnu við stærðfræði af því að umsókn þinni var ýtt til hliðar vegna þess að nafnið Pawel gæfi til kynna að þú talaðir ekki nægilega góða íslensku (sem er mjög mikilvæg undirstaða stærðfræði) býð ég þig velkominn í hópinn þó ég efist ekki um að þú verðir fljótur að „stimpla“ þig út.Stoltur Íslendingur Greinin þín í Fréttablaðinu minnir um margt á söguþráð barnaleikritsins Ávaxtakörfunnar. Ávextirnir í körfunni koma upphaflega fram við Mæju jarðarber með lítillækkandi hætti og láta hana vinna öll verstu verkin. Þegar sögunni vindur fram villist Gedda gulrót inn í körfuna og tekur í framhaldi af því við hlutverki Mæju í körfunni. Ef mig misminnir ekki segir Immi Ananas (konungur) orðrétt við Mæju: „Núna þarftu að sjá til þess að hún vinni öll verkin því að þú ert orðin ein af okkur!“ Ekki þarf að orðlengja að Mæja var fljót að tileinka sér sömu hegðun gagnvart Geddu og hinir ávextirnir sýndu henni áður. Þar sem ég hef oft sagt að mér leiðist að skilgreina mig og aðra í „við“ og „þeir“ ætla ég ekki að gera það í þessu tilfelli EN, elsku Pawel, ekki gera mikið úr sjálfum þér á kostnað annarra. Það klæðir þig einfaldlega ekki. Kær kveðja, Maður sem fæddist í Bosníu en er stoltur Íslendingur í dag.* *Vinsamlegast lesist Davor Purusic, lögmaður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun